Innlent

Leita enn að því sem féll í sjóinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá eldflaugaskotinu á Langanesi
Frá eldflaugaskotinu á Langanesi Mynd/Skyrora

Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina.

Eins og fram hefur komið skaut skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora upp lítilli tilraunaeldflaug frá Langanesi á sunnudaginn. Skotið var vel heppnað og náði eldflaugin hátt í 30 kílómetra hæð, áður en að hún féll í sjóinn fyrir utan Langanes, líkt og áætlað var.

Björgunarsveitin Hafliði á Þórshófn var fengin til þess að endurheimta eldflaugahlutana, án árangurs hingað til.

„Það er enn verið að athuga hvort hægt sé að ná til baka hluta eldflaugarinnar sem því miður tókst ekki að koma með til lands, þrátt fyrir einstaklega gott starf af hálfu björgunarsveitarinnar,“ segir Atli Þór Fanndal hjá Space Iceland í samtali við Vísi en Space Iceland hefur verið Skyrora innan handar hér á landi vegna eldflaugaskotsins.

Á vef Skyrora segir að skotið hafi tekist vel og að næstu daga verði áfram reynt að finna þá hluta sem saknað er. Þá hafi eldflaugaskotið veitt fyrirtækinu dýrmæta reynslu. Atli Þór segir að samhliða því að leita að hlutunum verði næstu dagar nýttir til að rýna eldflaugaskotið, aðdraganda þess og eftirmála.

„Í dag og næstu daga förum við yfir ferlið með íslenskum yfirvöldum. Skyrora er að fara yfir ferlið hjá sér með það í huga að vita hvort hægt sé að bæta þetta.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×