Fótbolti

Í beinni í dag: Evrópu­meistarar Liver­pool og spennandi slagur í Dort­mund

Anton Ingi Leifsson skrifar
Håland og Salah eru báðir líklegir til þess að skora í dag.
Håland og Salah eru báðir líklegir til þess að skora í dag. vísir/getty

Meistaradeildin snýr aftur á Stöð 2 Sport í kvöld er 16-liða úrslitin hefjast. Evrópumeistarar Liverpool verða í eldlínunni í kvöld og einnig er spennandi viðureign í Þýskalandi.

Liverpool mætir Atletico Madrid á útivelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum. Flautað verður til leiks klukkan 19.55 en Atletico verður án stórstjörnunnar Joao Felix.

Liverpool á góðar minningar frá Madríd því það var einmitt á þessum velli, Wanda Metropolitano-leikvanginum, sem liðið varð Evrópumeistari eftir sigur á Tottenham í júnímánuði.



Í Þýskalandi fer svo fram ansi áhugaverð viðureign er frönsku meistarararnir í PSG mæta Dortmund. Bæði lið eru þekkt fyrir sinn sóknarleik og verður gaman að sjá hvort Erling Braut Håland haldi áfram að skora í Meistaradeildinni.

Byrjað verður að hita upp fyrir leiki kvöldsins klukkan 19.15 en að báðum leikjum loknum verða svo Meistaradeildarmörkin þar sem farið verður yfir helstu atvik í leikjunum tveimur og leikirnir greindir.





Allar útsendingar næstu daga má sjá hér, á heimasíðu Stöðvar 2.



Beinar útsendingar dagsins:

19.15 Meistaradeildin - upphitun (Stöð 2 Sport)

19.55 Atletico Madrid - Liverpool (Stöð 2 Sport)

19.55 Borussia Dortmund - PSG (Stöð 2 Sport 2)

22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×