Innlent

Bretar skoða að koma upp ofurtölvu á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Um langstærstu framkvæmd bresku veðurstofunnar er að ræða og er áætlaður kostnaður við verkefnið í heild um 1,2 milljarðar punda eða tæpir 200 milljarðar króna.
Um langstærstu framkvæmd bresku veðurstofunnar er að ræða og er áætlaður kostnaður við verkefnið í heild um 1,2 milljarðar punda eða tæpir 200 milljarðar króna. Vísir/Getty

Veðurstofa Bretlands stefnir að því að byggja ofurtölvu á næstu árum og kemur til greina að hafa hana á Íslandi. Um langstærstu framkvæmd bresku veðurstofunnar er að ræða og er áætlaður kostnaður við verkefnið í heild um 1,2 milljarðar punda eða tæpir 200 milljarðar króna. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en samkvæmt heimildum blaðsins yrði raforkuþörf tölvunnar 7 MW í upphafi en hún gæti síðar margfaldast.

Fyrirhugað er að ljúka undirbúningi fyrir árið 2022 og stendur til að byggja tölvuna fyrir árið 2032.

Með byggingu tölvunnar á reiknigeta veðurstofunnar í Bretlandi að margfaldast og á hún að geta reiknað út spár með betri og afmarkaðri hætti en áður hefur verið hægt. Þar að auki verður hún notuð til langtímarannsóknir varðandi hlýnun jarðar, samkvæmt frétt Fréttablaðsins.

Ofurtölva frá Veðurstofu Danmerkur var tekin í notkun hér á landi árið 2016. Reynslan af henni þykir mjög góð en Norðurlöndin hafa verið í samstarfi um veðurrannsóknir í nokkur ár.

Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu og hefur Fréttablaðið eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, að um talsvert tækifæri fyrir Ísland sé að ræða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.