Håland afgreiddi PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Håland fagnar síðari markinu í kvöld.
Håland fagnar síðari markinu í kvöld. vísir/getty

Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Mörkin úr leiknum má sjá með því að smella hér.

Fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska en PSG átti ekki skot á mark Þjóðverjanna í fyrri hálfleiknum. Staðan markalaus í hálfleik.

Fyrsta markið kom á 69. mínútu er Håland fylgdi á eftir skoti og kom Dortmund í 1-0. Sú forysta stóð einungis yfir í átta mínútur en þá hafði Neymar jafnað eftir frábæran undirbúning Kylian Mbappe.

Einungis tveimur mínútum síðar var Håland aftur á ferðinni. Hann fékk boltann rétt fyrir utan teig PSG og þrumaði boltanum upp í hornið. Magnað mark.
Neymar var nærri því búinn að jafna metin aftur sjö mínútum fyrir leikslok er skot hans fór í stöngina.

Fleiri urðu mörkin ekki og Dortmund leiðir 2-1 eftir fyrri leikinn í Þýskalandi en liðin mætast í Frakklandi þann 11. mars.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.