Innlent

Samþykktu tillögu um heimavist á höfuðborgarsvæðinu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Frá fundi borgarstjórnar í dag.
Frá fundi borgarstjórnar í dag. Vísir/Elín

Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu meirihlutans um heimavist fyrir framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu. Með tillögunni er lagt til að borgarstjórn beiti sér fyrir stofnun heimavistar fyrir framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við menntamálaráðuneytið og þannig lagður grunnur að auknu jafnrétti til náms óháð búsetu. „Mögulegar staðsetningar verði í nálægð við framhaldsskóla og góðar almenningssamgöngur og ýti þannig undir fjölbreytta ferðamáta og mannlíf í borginni,“ líkt og segir í tillögunni.

Borgarfulltrúar Miðflokksins og Fólks flokksins sögðu tillöguna ekki eiga erindi í borgarstjórn. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, greiddi atkvæði gegn tillögunni en Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Tillagan var engu að síður samþykkt með 21 atkvæði en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins studdu tillöguna. Sjálfstæðisflokkurinn með fyrirvara um að ekki væri um að ræða útgjaldaauka og að málið verði unnið áfram í samráði við önnur sveitarfélög. Sanna Magdalena Mörtudóttir, fulltrúi sósíalista bókaði jafnframt að borgin þurfi að líta inn á við og horfa til barna og fjölskyldna þeirra á höfuðborgarsvæðinu sem eigi erfitt með að standa undir húsnæðiskostnaði auk þess sem hún studdi tillöguna með þeim fyrirvara að slík heimavist yrði ekki einkarekin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.