Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 18. febrúar 2020 20:15 Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. Þá hafa læknar á Landspítalanum gefið út nýtt læknisvottorð um að Maní verði áfram í meðferð eftir að hann útskrifast og að á meðan sé óforsvaranlegt að vísa honum úr landi. Shokoufa Shahidi, móðir Maní beygði af þegar henni bárust fregnir af því í dag að fjölskyldunni yrði vísað úr landi um leið og hann útskrifast af Landspítalanum. Lögmaður fjölskyldunnar segir dómsmálaráðherra á villigötum í málinu. Brotið sé á réttindum Maní með brottvísuninni. Mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun No Borders Iceland, Samtökin 78, Q - félag hinsegin stúdenta, Solaris, Réttur barna á flótta og Trans Ísland stóðu fyrir mótmælum við dómsmálaráðuneytið í dag vegna brottvísunar Maní Shahidi og foreldra hans. Þá var ætlunin að afhenda dómsmálaráðherra sjálfum tæplega 8000 undirskriftir þar sem brottvísuninni er mótmælt en fulltrúi ráðuneytisins tók við undirskriftunum. Mótmælendur fóru næst að forsætisráðuneytinu til að afhenda forsætisráðherra sömu lista. Þ akkl á t fyrir stu ð ninginn Foreldrar Maní sem er enn þá á BUGL voru þakklátir fyrir stuðninginn. „Ég vona að okkur verði leyft að dvelja hér á Íslandi. Ég vona hið besta,“ sagði Shokufa Shahidi, móðir Maní. Fulltrúi forsætisráðuneytisins tók á móti listunum. Stuttu síðar bárust mótmælendum þær fregnir að til stæði að vísa Maní og fjölskyldu úr landi eftir að hann yrði útskrifaður af Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Foreldrar Manís voru greinilega slegnir yfir fregnunum. „Ég bið stjórnvöld að fara yfir mál Manís og skoða hvernig honum líður núna. Hann er á sjúkrahúsi. Gefið honum tækifæri,“ sagði Shokufa, móðir Maní, í samtali við fréttastofu. Eftir þessar fréttir ákváðu mótmælendur að fara aftur að dómsmálaráðuneytinu og halda mótmælum þar áfram. Telur mist ö k hafa veri ð ger ð Claudie Ashonie Wilsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir Maní ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð. Þá virðist dómsmálaráðherra ekki skilja málið. „Erfitt að sjá dómsmálaráðherra tala um geðþóttaákvörðun í þessu máli vegna þess að það er ekki það sem er verið að biðja um. Einungis er verið að óska eftir réttlátri málsmeðferð fyrir umbjóðanda minn í þessu máli. Það er ekki venjuleg stjórnsýsluframkvæmd að einungis hluti af einhverri beiðni hafi verið afgreidd, og því meira sem ég skoða þessi gögn sem voru að berast mér virðist sem að einhver mistök hafi átt sér stað í þessu máli.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. Þá hafa læknar á Landspítalanum gefið út nýtt læknisvottorð um að Maní verði áfram í meðferð eftir að hann útskrifast og að á meðan sé óforsvaranlegt að vísa honum úr landi. Shokoufa Shahidi, móðir Maní beygði af þegar henni bárust fregnir af því í dag að fjölskyldunni yrði vísað úr landi um leið og hann útskrifast af Landspítalanum. Lögmaður fjölskyldunnar segir dómsmálaráðherra á villigötum í málinu. Brotið sé á réttindum Maní með brottvísuninni. Mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun No Borders Iceland, Samtökin 78, Q - félag hinsegin stúdenta, Solaris, Réttur barna á flótta og Trans Ísland stóðu fyrir mótmælum við dómsmálaráðuneytið í dag vegna brottvísunar Maní Shahidi og foreldra hans. Þá var ætlunin að afhenda dómsmálaráðherra sjálfum tæplega 8000 undirskriftir þar sem brottvísuninni er mótmælt en fulltrúi ráðuneytisins tók við undirskriftunum. Mótmælendur fóru næst að forsætisráðuneytinu til að afhenda forsætisráðherra sömu lista. Þ akkl á t fyrir stu ð ninginn Foreldrar Maní sem er enn þá á BUGL voru þakklátir fyrir stuðninginn. „Ég vona að okkur verði leyft að dvelja hér á Íslandi. Ég vona hið besta,“ sagði Shokufa Shahidi, móðir Maní. Fulltrúi forsætisráðuneytisins tók á móti listunum. Stuttu síðar bárust mótmælendum þær fregnir að til stæði að vísa Maní og fjölskyldu úr landi eftir að hann yrði útskrifaður af Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Foreldrar Manís voru greinilega slegnir yfir fregnunum. „Ég bið stjórnvöld að fara yfir mál Manís og skoða hvernig honum líður núna. Hann er á sjúkrahúsi. Gefið honum tækifæri,“ sagði Shokufa, móðir Maní, í samtali við fréttastofu. Eftir þessar fréttir ákváðu mótmælendur að fara aftur að dómsmálaráðuneytinu og halda mótmælum þar áfram. Telur mist ö k hafa veri ð ger ð Claudie Ashonie Wilsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir Maní ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð. Þá virðist dómsmálaráðherra ekki skilja málið. „Erfitt að sjá dómsmálaráðherra tala um geðþóttaákvörðun í þessu máli vegna þess að það er ekki það sem er verið að biðja um. Einungis er verið að óska eftir réttlátri málsmeðferð fyrir umbjóðanda minn í þessu máli. Það er ekki venjuleg stjórnsýsluframkvæmd að einungis hluti af einhverri beiðni hafi verið afgreidd, og því meira sem ég skoða þessi gögn sem voru að berast mér virðist sem að einhver mistök hafi átt sér stað í þessu máli.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30
Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19
Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16