Innlent

Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“

Eiður Þór Árnason skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er meðal þeirra sem skrifa undir ákallið.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er meðal þeirra sem skrifa undir ákallið. Vísir/baldur

Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinumManíShahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ Þá óska þeir eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi.

Þetta kemur fram í ákalli með yfirskriftinni „Guð elskar okkur eins og við erum“ sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum og Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, skrifa undir.

Greint var frá því fyrr í dag að til stæði að vísa íranska transdrengnumManíShahidi úr landi ásamt fjölskyldu sinni þegar hann útskrifast af Landspítalanum. Engin hreyfing hefur orðið á máli hans.

Sjá einnig: Maní verður vísað úr landi þegar hann út­skrifast af spítalanum

Upprunalega átti að vísa hinum sautján ára Maní og foreldrum hans úr landi á mánudag. Brottvísun þeirra var hins vegar frestað eftir að Maní var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu.“

„Fjölskyldan er kristinnar trúar og hefur sótt þjónustu kirkjunnar í Breiðholtskirkju fyrir innflytjendur og hælisleitendur, sem sr. ToshikiToma prestur innflytjenda sinnir. Vitað er að pilturinn, sem er barn að aldri, er ekki öruggur í fæðingarlandi sínu sökum kyngervi hans,“ segir í ákalli biskupanna.

Þá segjast þeir hafa áhyggjur af því að fjölskyldan geti ekki lifað öruggu lífi verði þau send af landi brott.

„Við biðjum þess að fjölskyldan fái varanlegt dvalarleyfi með vísan í skilyrðislausa kærleiksskyldu kristinna manna.“


Tengdar fréttir

Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran

Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×