Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2020 18:19 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er meðal þeirra sem skrifa undir ákallið. Vísir/baldur Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinumManíShahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ Þá óska þeir eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi. Þetta kemur fram í ákalli með yfirskriftinni „Guð elskar okkur eins og við erum“ sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum og Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, skrifa undir. Greint var frá því fyrr í dag að til stæði að vísa íranska transdrengnumManíShahidi úr landi ásamt fjölskyldu sinni þegar hann útskrifast af Landspítalanum. Engin hreyfing hefur orðið á máli hans. Sjá einnig: Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Upprunalega átti að vísa hinum sautján ára Maní og foreldrum hans úr landi á mánudag. Brottvísun þeirra var hins vegar frestað eftir að Maní var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu.“ „Fjölskyldan er kristinnar trúar og hefur sótt þjónustu kirkjunnar í Breiðholtskirkju fyrir innflytjendur og hælisleitendur, sem sr. ToshikiToma prestur innflytjenda sinnir. Vitað er að pilturinn, sem er barn að aldri, er ekki öruggur í fæðingarlandi sínu sökum kyngervi hans,“ segir í ákalli biskupanna. Þá segjast þeir hafa áhyggjur af því að fjölskyldan geti ekki lifað öruggu lífi verði þau send af landi brott. „Við biðjum þess að fjölskyldan fái varanlegt dvalarleyfi með vísan í skilyrðislausa kærleiksskyldu kristinna manna.“ Hælisleitendur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinumManíShahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ Þá óska þeir eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi. Þetta kemur fram í ákalli með yfirskriftinni „Guð elskar okkur eins og við erum“ sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum og Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, skrifa undir. Greint var frá því fyrr í dag að til stæði að vísa íranska transdrengnumManíShahidi úr landi ásamt fjölskyldu sinni þegar hann útskrifast af Landspítalanum. Engin hreyfing hefur orðið á máli hans. Sjá einnig: Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Upprunalega átti að vísa hinum sautján ára Maní og foreldrum hans úr landi á mánudag. Brottvísun þeirra var hins vegar frestað eftir að Maní var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu.“ „Fjölskyldan er kristinnar trúar og hefur sótt þjónustu kirkjunnar í Breiðholtskirkju fyrir innflytjendur og hælisleitendur, sem sr. ToshikiToma prestur innflytjenda sinnir. Vitað er að pilturinn, sem er barn að aldri, er ekki öruggur í fæðingarlandi sínu sökum kyngervi hans,“ segir í ákalli biskupanna. Þá segjast þeir hafa áhyggjur af því að fjölskyldan geti ekki lifað öruggu lífi verði þau send af landi brott. „Við biðjum þess að fjölskyldan fái varanlegt dvalarleyfi með vísan í skilyrðislausa kærleiksskyldu kristinna manna.“
Hælisleitendur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30
Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. 16. febrúar 2020 18:19
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16