Fótbolti

Ögmundur fer til grísku meistaranna í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ögmundur hefur leikið vel með Larissa undanfarin tvö ár.
Ögmundur hefur leikið vel með Larissa undanfarin tvö ár. vísir/getty

Ögmundur Kristinsson gengur í raðir Grikklandsmeistara PAOK eftir tímabilið. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Undanfarin tvö ár hefur Ögmundur leikið við góðan orðstír með Larissa í Grikklandi.

Sverrir Ingi Ingason hefur leikið með PAOK frá því á síðasta ári.

PAOK er í 2. sæti grísku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Olympiacos.

Auk Larissa hefur Ögmundur leikið með Hammarby í Svíþjóð, Randers í Danmörku og Excelsior í Hollandi. Hér heima lék hann með Fram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.