Erlent

Yfir tuttugu messugestir tróðust undir í Tansaníu

Andri Eysteinsson skrifar
John Magufuli, forseti Tansaníu, hefur vottað aðstandendum samúð.
John Magufuli, forseti Tansaníu, hefur vottað aðstandendum samúð. Getty/Anadolu

Að minnsta kosti tuttugu manns létust eftir að hafa troðist undir í trúarathöfn í tansaníska bænum Moshi á laugardagskvöld. Yfirvöld segja að gestir athafnarinnar hafi hlaupið til þegar boðið var upp á að smyrja gesti með blessaðri olíu. BBC greinir frá.

Mikill múgæsingur greip um sig þegar gestir messunnar freistuðu þess að komast til prestsins Boniface Mwamposa. Mwamposa hafði hellt olíunni yfir gólfið og hvatti fólk til að ganga yfir olíuna og með því læknast af öllum sínum meinum.

John Magufuli, forseti Tansaníu, hefur vottað aðstandendum hinna látnu samúð sína og hefur kallað eftir því að öryggisgæslu á atburðum sem þessum verði bætt.

Vitni segja ástandið hafa verið hræðilegt, fólk hafi enga virðingu borið fyrir náunganum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.