Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 2. febrúar 2020 19:15 Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. Brottvísun þeirra og annarra barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en en í sextán mánuði hefur verið frestað. Fjölskyldan segir að draumur þeirra hafi ræst. Fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til að sýna þeim Faisal, Niku og syni þeirra Muhammed samstöðu. Fjölskyldan er frá Pakistan en þau sóttu um vernd hér á landi í desember 2017 og hafa því búið hér í tvö ár. Beiðninni var hafnað og stóð til á flytja þau úr landi á morgun.Sjá einnig: Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Viðburðurinn í dag var skipulagður af foreldrum barna í Vesturbæjarskóla, en Muhammed, sem átti sjö ára afmæli í gær, er nemandi við skólann. Fyrirhuguð brottvísun fjölskyldunnar vakti mikla reiði og sorg en Muhammed var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann kom til landsins. Hátt í tuttugu þúsund manns höfðu skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað var á stjórnvöld að leyfa fjölskyldunni að dvelja hér. Frá samstöðufundinum í dag.Vísir „Hann er altalandi á íslensku. Hann er góður námsmaður og ég sé mjög mikla framtíð fyrir hann hérna á Íslandi,“ segir Ingunn Jónsdóttir, einn kennara Muhammeds. Þeim hafi orðið verulega brugðið þegar þær fréttu að það ætti að vísa honum úr landi. „Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei lent í áður. Maður kann ekkert á þetta en maður reynir allt.“ Það voru börn mætt á viðburðinn til að sýna samstöðu. Margir vinir Muhammeds mættu með skilti þar sem brottvísunum barna var mótmælt og lýstu því yfir að þeir vildu ekki að honum yrði vísað úr landi. Vinir Muhammeds vildu ekki að honum yrði vísað úr landi.Vísir „Hann er mjög góður vinur minn og í gær fór ég með honum á KFC,“ sagði einn vinur Muhammeds í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir að undirskriftirnar voru afhentar síðdegis í dag fékk fjölskyldan símtal um að þeim yrði ekki vísað úr landi. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins segir að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði hafi verið frestað. Athygli dómsmálaráðherra hafi nýlega verið vakin á því að í einstökum málum geti tíminn orðið óhæfilega langur. Fjölskyldan varð orðlaus þegar fréttirnar bárust. Þau segjast þakklát þeim sem skipulögðu samstöðufundinn sem og ríkisstjórn Íslands að endurskoða afstöðu sína. Þá líta þau framtíðina björtum augum, sérstaklega Muhammed. „Ég er rosa spenntur að ég verði áfram á Íslandi,“ segir Muhammed. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. Brottvísun þeirra og annarra barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en en í sextán mánuði hefur verið frestað. Fjölskyldan segir að draumur þeirra hafi ræst. Fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til að sýna þeim Faisal, Niku og syni þeirra Muhammed samstöðu. Fjölskyldan er frá Pakistan en þau sóttu um vernd hér á landi í desember 2017 og hafa því búið hér í tvö ár. Beiðninni var hafnað og stóð til á flytja þau úr landi á morgun.Sjá einnig: Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Viðburðurinn í dag var skipulagður af foreldrum barna í Vesturbæjarskóla, en Muhammed, sem átti sjö ára afmæli í gær, er nemandi við skólann. Fyrirhuguð brottvísun fjölskyldunnar vakti mikla reiði og sorg en Muhammed var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann kom til landsins. Hátt í tuttugu þúsund manns höfðu skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað var á stjórnvöld að leyfa fjölskyldunni að dvelja hér. Frá samstöðufundinum í dag.Vísir „Hann er altalandi á íslensku. Hann er góður námsmaður og ég sé mjög mikla framtíð fyrir hann hérna á Íslandi,“ segir Ingunn Jónsdóttir, einn kennara Muhammeds. Þeim hafi orðið verulega brugðið þegar þær fréttu að það ætti að vísa honum úr landi. „Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei lent í áður. Maður kann ekkert á þetta en maður reynir allt.“ Það voru börn mætt á viðburðinn til að sýna samstöðu. Margir vinir Muhammeds mættu með skilti þar sem brottvísunum barna var mótmælt og lýstu því yfir að þeir vildu ekki að honum yrði vísað úr landi. Vinir Muhammeds vildu ekki að honum yrði vísað úr landi.Vísir „Hann er mjög góður vinur minn og í gær fór ég með honum á KFC,“ sagði einn vinur Muhammeds í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir að undirskriftirnar voru afhentar síðdegis í dag fékk fjölskyldan símtal um að þeim yrði ekki vísað úr landi. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins segir að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði hafi verið frestað. Athygli dómsmálaráðherra hafi nýlega verið vakin á því að í einstökum málum geti tíminn orðið óhæfilega langur. Fjölskyldan varð orðlaus þegar fréttirnar bárust. Þau segjast þakklát þeim sem skipulögðu samstöðufundinn sem og ríkisstjórn Íslands að endurskoða afstöðu sína. Þá líta þau framtíðina björtum augum, sérstaklega Muhammed. „Ég er rosa spenntur að ég verði áfram á Íslandi,“ segir Muhammed.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31
Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04