Vilhjálmur og Phoenix þungorðir í BAFTA-ræðum sínum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 09:09 Vilhjálmur Bretaprins og Joaquin Phoenix ræða hér saman á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Vísir/getty Vilhjálmur Bretaprins og leikarinn Joaquin Phoenix nýttu báðir tækifærið við ræðuhöld á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi og lýstu yfir óánægju með einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Slík gagnrýni hefur reglulega skotið upp kollinum í kringum verðlaunahátíðir í skemmtanaiðnaðinum undanfarin ár, þar sem hlutdeild hvítra karlmanna hefur þótt óeðlilega mikil. Breska kvikmyndaakademían stendur að BAFTA-verðlaununum ár hvert. Þau voru afhent í 73. skipti í Lundúnum í gærkvöldi. Á meðal helstu verðlaunahafa voru kvikmyndirnar 1917, Parasite og Joker en ein af þrennum verðlaunum hinnar síðastnefndu féllu einmitt í skaut tónskáldsins Hildar Guðnadóttur. Vilhjálmur Bretaprins er forseti kvikmyndaakademíunnar og ávarpaði viðstadda á verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. Vilhjálmur tók fjölbreytileika sérstaklega til umfjöllunar í ræðu sinni en verðlaunahátíðir á borð við BAFTA-hátíðina hafa verið gagnrýndar síðustu ár fyrir að tilnefna afar einsleitan hóp – aðallega hvíta karlmenn. Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að það skyti skökku við að þurfa enn einu sinni að ræða þörfina á því að takast á við fjölbreytileika í skemmtanageiranum. Hann viti til þess að stjórnendur akademíunnar vilji bregðast við vandanum. „BAFTA tekur málið alvarlega og hefur, eftir tilnefningar þessa árs, hrundið af stað ítarlegri endurskoðun til að tryggja að allir standi jafnfætis.“ Ræðu Vilhjálms má horfa á í spilaranum hér að neðan. Joaquin Phoenix, sem vann enn einu sinni verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverk fyrir titilhlutverkið í Joker, fjallaði einnig um málið í þakkarræðu sinni. Hann kvað það vera mikinn heiður að hljóta verðlaunin en tilfinningarnar væru þó blendnar. „[…] vegna þess að svo mörg starfssystkina minna, sem eiga [verðlaun] skilið, njóta ekki sömu forréttinda. Mér finnst við senda afar skýr skilaboð til þeirra, sem ekki eru hvít, um að þau séu ekki velkomin. Mér finnst þetta vera skilaboðin sem við sendum fólki sem á svo stóran þátt í miðlinum okkar og iðnaðinum okkar, og á máta sem við njótum góðs af.“ Phoenix viðurkenndi jafnframt að hann hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stæði í baráttunni gegn kerfislægum kynþáttafordómum. „Það er skylda þeirra sem búið hafa til, viðhaldið og hagnast af kerfi kúgunar að rífa það niður. Það er á okkar ábyrgð.“ Ræðu Phoenix má horfa á í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir eru BAFTA-verðlaunin ekki eina hátíðin sem gagnrýnd hefur verið fyrir einsleitan hóp tilnefndra og verðlaunahafa. Óskarsverðlaunin hafa til að mynda um árabil átt undir högg að sækja vegna þessa. Akademían bauð fyrir tveimur árum tæplega þúsund manns frá 59 löndum að gerast meðlimir til að stemma stigu við einsleitni og árið 2016 hétu forsvarsmenn hennar því að tvöfalda hlutdeild kvenna og minnihlutahópa innan sinna raða fyrir árið 2020. BAFTA Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Tengdar fréttir Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins og leikarinn Joaquin Phoenix nýttu báðir tækifærið við ræðuhöld á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi og lýstu yfir óánægju með einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Slík gagnrýni hefur reglulega skotið upp kollinum í kringum verðlaunahátíðir í skemmtanaiðnaðinum undanfarin ár, þar sem hlutdeild hvítra karlmanna hefur þótt óeðlilega mikil. Breska kvikmyndaakademían stendur að BAFTA-verðlaununum ár hvert. Þau voru afhent í 73. skipti í Lundúnum í gærkvöldi. Á meðal helstu verðlaunahafa voru kvikmyndirnar 1917, Parasite og Joker en ein af þrennum verðlaunum hinnar síðastnefndu féllu einmitt í skaut tónskáldsins Hildar Guðnadóttur. Vilhjálmur Bretaprins er forseti kvikmyndaakademíunnar og ávarpaði viðstadda á verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. Vilhjálmur tók fjölbreytileika sérstaklega til umfjöllunar í ræðu sinni en verðlaunahátíðir á borð við BAFTA-hátíðina hafa verið gagnrýndar síðustu ár fyrir að tilnefna afar einsleitan hóp – aðallega hvíta karlmenn. Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að það skyti skökku við að þurfa enn einu sinni að ræða þörfina á því að takast á við fjölbreytileika í skemmtanageiranum. Hann viti til þess að stjórnendur akademíunnar vilji bregðast við vandanum. „BAFTA tekur málið alvarlega og hefur, eftir tilnefningar þessa árs, hrundið af stað ítarlegri endurskoðun til að tryggja að allir standi jafnfætis.“ Ræðu Vilhjálms má horfa á í spilaranum hér að neðan. Joaquin Phoenix, sem vann enn einu sinni verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverk fyrir titilhlutverkið í Joker, fjallaði einnig um málið í þakkarræðu sinni. Hann kvað það vera mikinn heiður að hljóta verðlaunin en tilfinningarnar væru þó blendnar. „[…] vegna þess að svo mörg starfssystkina minna, sem eiga [verðlaun] skilið, njóta ekki sömu forréttinda. Mér finnst við senda afar skýr skilaboð til þeirra, sem ekki eru hvít, um að þau séu ekki velkomin. Mér finnst þetta vera skilaboðin sem við sendum fólki sem á svo stóran þátt í miðlinum okkar og iðnaðinum okkar, og á máta sem við njótum góðs af.“ Phoenix viðurkenndi jafnframt að hann hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stæði í baráttunni gegn kerfislægum kynþáttafordómum. „Það er skylda þeirra sem búið hafa til, viðhaldið og hagnast af kerfi kúgunar að rífa það niður. Það er á okkar ábyrgð.“ Ræðu Phoenix má horfa á í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir eru BAFTA-verðlaunin ekki eina hátíðin sem gagnrýnd hefur verið fyrir einsleitan hóp tilnefndra og verðlaunahafa. Óskarsverðlaunin hafa til að mynda um árabil átt undir högg að sækja vegna þessa. Akademían bauð fyrir tveimur árum tæplega þúsund manns frá 59 löndum að gerast meðlimir til að stemma stigu við einsleitni og árið 2016 hétu forsvarsmenn hennar því að tvöfalda hlutdeild kvenna og minnihlutahópa innan sinna raða fyrir árið 2020.
BAFTA Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Tengdar fréttir Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45
Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20