Bíó og sjónvarp

Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur Guðnadóttir mundar Golden Globe-styttuna og brosir út að eyrum eftir verðlaunaafhendinguna á sunnudagskvöldið.
Hildur Guðnadóttir mundar Golden Globe-styttuna og brosir út að eyrum eftir verðlaunaafhendinguna á sunnudagskvöldið. Vísir/AP

Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 

Hildur vann Golden Globe verðlaun fyrir tónlisti í sömu kvikmynd í Los Angeles á sunnudagskvöldið.

Greint var frá öllum tilnefningum til Bafta í dag. Verðlaunin verða afhent þann 2. febrúar næstkomandi í Royal Albert Hall í London.

Hildur kemur til greina til Óskarsins og kemur það í ljós hvort hún fái tilnefninu í næstu viku. 

Hún vann Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl í september, World Soundtrack Awards í október, og var tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir sama verk í nóvember en sú verðlaunaafhending fer fram í lok þessa mánaðar.

Jókerinn fær alls 11 tilnefningar til BAFTA, en The Irishman og Once Upon a Time… in Hollywood fá tíu tilnefningar en hér má sjá allar tilnefningar. 


Tengdar fréttir

Hildur tilnefnd til Golden Globe

Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.