Bíó og sjónvarp

Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur Guðnadóttir mundar Golden Globe-styttuna og brosir út að eyrum eftir verðlaunaafhendinguna á sunnudagskvöldið.
Hildur Guðnadóttir mundar Golden Globe-styttuna og brosir út að eyrum eftir verðlaunaafhendinguna á sunnudagskvöldið. Vísir/AP

Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 

Hildur vann Golden Globe verðlaun fyrir tónlisti í sömu kvikmynd í Los Angeles á sunnudagskvöldið.

Greint var frá öllum tilnefningum til Bafta í dag. Verðlaunin verða afhent þann 2. febrúar næstkomandi í Royal Albert Hall í London.

Hildur kemur til greina til Óskarsins og kemur það í ljós hvort hún fái tilnefninu í næstu viku. 

Hún vann Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl í september, World Soundtrack Awards í október, og var tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir sama verk í nóvember en sú verðlaunaafhending fer fram í lok þessa mánaðar.

Jókerinn fær alls 11 tilnefningar til BAFTA, en The Irishman og Once Upon a Time… in Hollywood fá tíu tilnefningar en hér má sjá allar tilnefningar. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Hildur tilnefnd til Golden Globe

Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.