Fagnaði sigri í Super Bowl með sérstökum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 15:00 Derrick Nnadi fagnar sigri í Super Bowl en hann varð þá í fyrsta sinn meistari á ferlinum. Getty/ Elsa Það var gaman að vera leikmaður eða stuðningsmaður Kansas City Chiefs á sunnudaginn þegar liðið tryggði sér sinn fyrsta NFL-titil í fimmtíu ár. Það þurfti heldur ekkert að pína leikmenn eða stuðningsmenn liðsins í það að fagna sigrinum og fagnaðarlætin munu eflaust halda áfram út þessa viku hjá sumum. Einn leikmanna meistaraliðsins, Derrick Nnadi, vakti hins vegar mikla athygli fyrir þá leið sem hann fór til að fagna þessum stærsta sigri sínum á ferlinum. Derrick Nnadi er 23 ára gamall og spilar sem varnarmaður. Hann tæklaði leikmenn San Francisco 49ers niður fjórum sinnum í úrslitaleiknum þar af þrisvar alveg upp á sitt einsdæmi. Derrick er mikill dýravinur og sýndi það í verki eftir að Super Bowl sigurinn var í höfn. The perfect way to cap off this great season ‼️ https://t.co/k9KSt05gtt— Derrick Nnadi(@DerrickNnadi) February 3, 2020 Derrick ákvað að greiða öll ættleiðingagjöldin fyrir alla hundana sem eru á hundaathvarfi í Kansas City. Kostnaður við hvern og einn er í kringum 150 dollara eða tæplega nítján þúsund íslenskar krónur. KC Pet Project lét vita af rausnarlegri gjöf Derrick Nnadi á samfélagsmiðlum sínum. Þetta þýðir að það fólk sem vill ættleiða hunda úr athvarfinu getur komið og sótt þá án þess að þurfa að borga neitt fyrir það. Með því ættu líkurnar að aukast á því að heimili finnist fyrir hundana enda höfðu tuttugu hundar þegar gengið út. „Mig hafði alltaf langað í hund alla mína ævi,“ sagði Derrick Nnadi við CNN en hann fékk sinn fyrsta hund þegar hann var á lokaári sínu í háskóla. „Þegar ég fékk hann fyrst þá var hann mjög lítill í sér. Það fékk mig til að hugsa um það að önnur dýr, hvort sem þau eigi sér heimili eða eru í athvarfi, eru líka hrædd og óörugg,“ sagði Nnadi. Hann borgaði fyrir einn hund eftir hvern sigurleik allt þetta tímabil og liðið vann fimmtán leiki. Eftir að meistaratitilinn var í höfn þá fór hann alla leið en um hundrað hundar eru í þessu hundaathvarfi. Derrick Nnadi var alsæll eftir leik og sást meðal annars búa til „snjóengil“ úr pappírssnifsinu sem var skotið upp í loft þegar leikmenn Kansas City Chiefs lyftu bikarnum. NFL Ofurskálin Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Það var gaman að vera leikmaður eða stuðningsmaður Kansas City Chiefs á sunnudaginn þegar liðið tryggði sér sinn fyrsta NFL-titil í fimmtíu ár. Það þurfti heldur ekkert að pína leikmenn eða stuðningsmenn liðsins í það að fagna sigrinum og fagnaðarlætin munu eflaust halda áfram út þessa viku hjá sumum. Einn leikmanna meistaraliðsins, Derrick Nnadi, vakti hins vegar mikla athygli fyrir þá leið sem hann fór til að fagna þessum stærsta sigri sínum á ferlinum. Derrick Nnadi er 23 ára gamall og spilar sem varnarmaður. Hann tæklaði leikmenn San Francisco 49ers niður fjórum sinnum í úrslitaleiknum þar af þrisvar alveg upp á sitt einsdæmi. Derrick er mikill dýravinur og sýndi það í verki eftir að Super Bowl sigurinn var í höfn. The perfect way to cap off this great season ‼️ https://t.co/k9KSt05gtt— Derrick Nnadi(@DerrickNnadi) February 3, 2020 Derrick ákvað að greiða öll ættleiðingagjöldin fyrir alla hundana sem eru á hundaathvarfi í Kansas City. Kostnaður við hvern og einn er í kringum 150 dollara eða tæplega nítján þúsund íslenskar krónur. KC Pet Project lét vita af rausnarlegri gjöf Derrick Nnadi á samfélagsmiðlum sínum. Þetta þýðir að það fólk sem vill ættleiða hunda úr athvarfinu getur komið og sótt þá án þess að þurfa að borga neitt fyrir það. Með því ættu líkurnar að aukast á því að heimili finnist fyrir hundana enda höfðu tuttugu hundar þegar gengið út. „Mig hafði alltaf langað í hund alla mína ævi,“ sagði Derrick Nnadi við CNN en hann fékk sinn fyrsta hund þegar hann var á lokaári sínu í háskóla. „Þegar ég fékk hann fyrst þá var hann mjög lítill í sér. Það fékk mig til að hugsa um það að önnur dýr, hvort sem þau eigi sér heimili eða eru í athvarfi, eru líka hrædd og óörugg,“ sagði Nnadi. Hann borgaði fyrir einn hund eftir hvern sigurleik allt þetta tímabil og liðið vann fimmtán leiki. Eftir að meistaratitilinn var í höfn þá fór hann alla leið en um hundrað hundar eru í þessu hundaathvarfi. Derrick Nnadi var alsæll eftir leik og sást meðal annars búa til „snjóengil“ úr pappírssnifsinu sem var skotið upp í loft þegar leikmenn Kansas City Chiefs lyftu bikarnum.
NFL Ofurskálin Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira