Náði einstökum myndum af baráttu hafarna um silung við Mývatn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 22:00 Á þessari mynd sem Gísli tók sést vel barátta arnanna um bráðina. Gísli Rafn Jónsson Gísli Rafn Jónsson, Mývetningur og bílstjóri, sem búsettur er á bænum Arnarnesi í Vogum við Mývatn náði einstökum myndum um hádegisbil í dag af tveimur haförnum sem hafa gert sig heimakomna við vatnið undanfarnar vikur. Hús Gísla stendur við þann hluta vatnsins þar sem ís leggur ekki yfir veturinn. Endur og álftir halda sig því þar um vetrartímann auk þess sem þar eru hrygningarstöðvar urriðans. Það er því grunnt á silunginn og annar örninn nýtti sér það í dag þegar hann náði að veiða einn upp úr vatninu. Þegar hann var kominn með bráðina í klærnar vildi hins vegar hinn haförninn sem var með í för fá sér fisk líka og freistaði því þess að ná silungnum af þeim sem veiddi. Silungurinn í klóm arnarins.gísli rafn jónsson Afar sjaldgæf sjón við vatnið Gísli myndaði baráttu arnanna um bráðina en sá sem veiddi náði að halda fisknum. Hann segir það hafa verið einstakt að verða vitni að baráttunni um silunginn en aðspurður hvort að hafernir séu algeng sjón við Mývatn svarar Gísli því neitandi. „Nei, það er nefnilega málið að þetta er afskaplega sjaldgæft. Það hefur svo sem gerst á undanförnum árum að það hafa slæðst svona einn og einn fugl, eins og gerist, eins og einhverjir flækingar, sem eru smástund en fara svo. En nú eru þessir tveir gaukar búnir að vera hér meira og minna síðan einhvern tímann fyrir jól,“ segir Gísli. Hann kveðst síðast hafa séð annan örninn fyrir þremur til fjórum dögum. Þá hafi örninn verið við veiðar en hálfpartinn í felum svo engin náðist myndin. Ernirnir voru ekki nema um 50 til 60 metra frá Gísla sem tók myndirnar frá húsinu sínu sem stendur um 40 metra frá vatninu.gísli rafn jónsson Um 50 til 60 frá örnunum Í dag hafi hins vegar hitt svo vel á að Gísli var akkúrat að koma heim í hádeginu þegar hann tók eftir örnunum úti á vatninu. „Þannig að ég hljóp inn, sótti myndavélina mína og rauk hér út á pallinn. Ég tek þetta bara frá húsinu mínu.“ Hús Gísla stendur um 40 metra frá vatninu svo ernirnir voru ansi nálægt honum, ekki nema um 50 til 60 metra. Hafernirnir sjást hér fyrir miðri mynd sem þústir á ísnum en endurnar fljúga fyrir ofan þá. Gísli segir endurnar venjulega ekki fljúga mikið á þessum árstíma en þegar ernirnir koma tvístrast þær um allt.gísli rafn jónsson Endurnar tvístrast um allt þegar ernirnir mæta Gísli segist hafa smá áhyggjur af því ef hafernirnir fari að gera sig heimakomna við vatnið til lengri tíma og þá aðallega vegna andanna sem eru við vatnið og andarunganna sem koma í vor. Hann segir að endurnar á vatninu séu venjulega ekki að fljúga á þessum árstíma en þegar ernirnir láti sjá sig tvístrist þær um allt, út og suður. „Þannig að ég held að þetta sé ekki alveg nógu gott sko. Ég vil nú frekar hafa endurnar heldur en hafernina. Af því að þetta er nú þekktasti andastaður í allri veröldinni, Mývatn er nú þannig, þannig að við vonum nú eiginlega að þeir fari nú að pakka saman,“ segir Gísli. Gísli deildi myndunum á Facebook-síðu sinni í dag og má sjá þær allar í færslunni hér fyrir neðan. Dýr Skútustaðahreppur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gísli Rafn Jónsson, Mývetningur og bílstjóri, sem búsettur er á bænum Arnarnesi í Vogum við Mývatn náði einstökum myndum um hádegisbil í dag af tveimur haförnum sem hafa gert sig heimakomna við vatnið undanfarnar vikur. Hús Gísla stendur við þann hluta vatnsins þar sem ís leggur ekki yfir veturinn. Endur og álftir halda sig því þar um vetrartímann auk þess sem þar eru hrygningarstöðvar urriðans. Það er því grunnt á silunginn og annar örninn nýtti sér það í dag þegar hann náði að veiða einn upp úr vatninu. Þegar hann var kominn með bráðina í klærnar vildi hins vegar hinn haförninn sem var með í för fá sér fisk líka og freistaði því þess að ná silungnum af þeim sem veiddi. Silungurinn í klóm arnarins.gísli rafn jónsson Afar sjaldgæf sjón við vatnið Gísli myndaði baráttu arnanna um bráðina en sá sem veiddi náði að halda fisknum. Hann segir það hafa verið einstakt að verða vitni að baráttunni um silunginn en aðspurður hvort að hafernir séu algeng sjón við Mývatn svarar Gísli því neitandi. „Nei, það er nefnilega málið að þetta er afskaplega sjaldgæft. Það hefur svo sem gerst á undanförnum árum að það hafa slæðst svona einn og einn fugl, eins og gerist, eins og einhverjir flækingar, sem eru smástund en fara svo. En nú eru þessir tveir gaukar búnir að vera hér meira og minna síðan einhvern tímann fyrir jól,“ segir Gísli. Hann kveðst síðast hafa séð annan örninn fyrir þremur til fjórum dögum. Þá hafi örninn verið við veiðar en hálfpartinn í felum svo engin náðist myndin. Ernirnir voru ekki nema um 50 til 60 metra frá Gísla sem tók myndirnar frá húsinu sínu sem stendur um 40 metra frá vatninu.gísli rafn jónsson Um 50 til 60 frá örnunum Í dag hafi hins vegar hitt svo vel á að Gísli var akkúrat að koma heim í hádeginu þegar hann tók eftir örnunum úti á vatninu. „Þannig að ég hljóp inn, sótti myndavélina mína og rauk hér út á pallinn. Ég tek þetta bara frá húsinu mínu.“ Hús Gísla stendur um 40 metra frá vatninu svo ernirnir voru ansi nálægt honum, ekki nema um 50 til 60 metra. Hafernirnir sjást hér fyrir miðri mynd sem þústir á ísnum en endurnar fljúga fyrir ofan þá. Gísli segir endurnar venjulega ekki fljúga mikið á þessum árstíma en þegar ernirnir koma tvístrast þær um allt.gísli rafn jónsson Endurnar tvístrast um allt þegar ernirnir mæta Gísli segist hafa smá áhyggjur af því ef hafernirnir fari að gera sig heimakomna við vatnið til lengri tíma og þá aðallega vegna andanna sem eru við vatnið og andarunganna sem koma í vor. Hann segir að endurnar á vatninu séu venjulega ekki að fljúga á þessum árstíma en þegar ernirnir láti sjá sig tvístrist þær um allt, út og suður. „Þannig að ég held að þetta sé ekki alveg nógu gott sko. Ég vil nú frekar hafa endurnar heldur en hafernina. Af því að þetta er nú þekktasti andastaður í allri veröldinni, Mývatn er nú þannig, þannig að við vonum nú eiginlega að þeir fari nú að pakka saman,“ segir Gísli. Gísli deildi myndunum á Facebook-síðu sinni í dag og má sjá þær allar í færslunni hér fyrir neðan.
Dýr Skútustaðahreppur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira