Sprengjur verða notaðar til að draga úr hættu á snjóflóðum í Hlíðarfjalli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 23:30 Myndin er tekin í Bláfjöllum en til stendur að byrja að koma snjóflóðum af stað með sprengjum í Hlíðarfjalli á Akureyri í lok þessa mánaðar eða byrjun þess næsta. Vísir/Vilhelm Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. Þetta segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, í samtali við fréttastofu Vísis. Fest hafa verið kaup á þrenns konar sprengitækni sem notuð verður til snjóflóðasprenginga. „Við erum að kaupa turn sem sleppir sprengiefni niður og gefur frá sér höggbylgju sem hleypir af þessum lausa snjó sem er til staðar. Svo verðum við með fallbyssu sem við skjótum af upp í snjóinn og svo verðum við líka með handsprengjur, sem við hendum fram af og losum snjóinn þannig,“ segir Guðmundur. Slík tækni hefur verið í notkun víða erlendis um árabil en hefur enn ekki verið tekin í notkun hér á landi. Margir kannast eflaust við notkun slíkrar sprengjutækni á skíðasvæðum erlendis og hefur hún sérstaklega reynst vel í Ölpunum. Vafasamt að nota slíka tækni fyrir ofan byggð Tilraunir voru gerðar hér á landi með svona sprengjur á Vestfjörðum fyrir nokkrum árum á vegum Snjóflóðasetursins á Ísafirði. Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður setursins, sagði í samtali við fréttastofu Vísis árið 2014 að tilraunir hafi gengið vel.Sjá einnig: Nota sprengjur til að draga úr hættu á snjóflóðumSlíkan búnað er þó vafasamt að nota nærri byggð og hefur það almennt ekki verið gert. Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklafræða hjá Veðurstofunni, segir að slíkt hafi ekki verið gert nema fyrir ofan tvö eða þrjú þorp í Sviss. Hann segir það sjaldan vera öruggt að flóðin sem komið sé af stað verði lítil og til séu dæmi um að snjóflóð hafi verið sett af stað sem urðu mun stærri en búist var við og lentu á byggð. Notkun slíks búnaðar sé þó tilvalin fyrir ofan vegi eða útivistarsvæði þar sem hægt sé að stöðva umferð eða þá að snjóflóð séu sprengd af stað áður en svæðið er opnað og ekki talin hætta á að slys verði. Þá segir Tómas að forðast eigi að sprengja upp snjóflóð á fjölförnum svæðum, alltaf sé hætta á að tjón eða slys geti orðið sem hefðu annars ekki orðið ef verið er að sprengja að óþörfu. „Þetta er spennandi og ég held að þetta sé það sem koma skal. Þetta er mikið notað til að verja vegi, skíðaleiðir og skíðamannvirki í Ölpunum og bara úti um allt. Menn eru að sprengja til þess að halda örygginu í hámarki,“ segir Guðmundur. Byrjað að sprengja um næstu mánaðarmót Guðmundur segir sprengiefnið í þessum snjóflóðasprengjum sérstakt. Það sé sneggra að kveikja í og hafi snöggan sprengikraft. „Sprengiefni er bara sprengiefni, höldum við, ég og þú en þetta eru sérstök sprengiefni sem að hafa mjög snöggan sprengikraft. Þannig að þegar kviknar í þá eru höggið og höggbylgjan mun hraðari en almennt. Það er ekki nóg að fara og kaupa venjulegt sprengiefni heldur er þetta sérstakt sprengiefni sem brennir hraðar.“ Hann segir líklegt að önnur skíðasvæði horfi til Hlíðarfjalls þegar tækin verða komin í notkun. Hann viti að nokkur svæði hafi verið að íhuga kaup á slíkum búnaði. „Þetta eru skíðasvæði eins og í Fjallabyggð og Oddsskarði. Þetta eru þau skíðasvæði sem ég veit að eru að horfa til hverslags svona búnaðar til þess að losa snjóinn af því að við erum búin í þeim fasa að færa alltaf skíðasvæðið burtu vegna snjóflóðahættu,“ segir hann og tekur dæmi um Ísafjörð og Siglufjörð þar sem skíðasvæðin voru færð vegna snjóflóðahættu. „Við förum að sprengja núna einhvern tíma seinni partinn í febrúar eða byrjun mars. Þannig að við erum bara að koma okkur í gírinn.“ Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Sjá meira
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. Þetta segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, í samtali við fréttastofu Vísis. Fest hafa verið kaup á þrenns konar sprengitækni sem notuð verður til snjóflóðasprenginga. „Við erum að kaupa turn sem sleppir sprengiefni niður og gefur frá sér höggbylgju sem hleypir af þessum lausa snjó sem er til staðar. Svo verðum við með fallbyssu sem við skjótum af upp í snjóinn og svo verðum við líka með handsprengjur, sem við hendum fram af og losum snjóinn þannig,“ segir Guðmundur. Slík tækni hefur verið í notkun víða erlendis um árabil en hefur enn ekki verið tekin í notkun hér á landi. Margir kannast eflaust við notkun slíkrar sprengjutækni á skíðasvæðum erlendis og hefur hún sérstaklega reynst vel í Ölpunum. Vafasamt að nota slíka tækni fyrir ofan byggð Tilraunir voru gerðar hér á landi með svona sprengjur á Vestfjörðum fyrir nokkrum árum á vegum Snjóflóðasetursins á Ísafirði. Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður setursins, sagði í samtali við fréttastofu Vísis árið 2014 að tilraunir hafi gengið vel.Sjá einnig: Nota sprengjur til að draga úr hættu á snjóflóðumSlíkan búnað er þó vafasamt að nota nærri byggð og hefur það almennt ekki verið gert. Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklafræða hjá Veðurstofunni, segir að slíkt hafi ekki verið gert nema fyrir ofan tvö eða þrjú þorp í Sviss. Hann segir það sjaldan vera öruggt að flóðin sem komið sé af stað verði lítil og til séu dæmi um að snjóflóð hafi verið sett af stað sem urðu mun stærri en búist var við og lentu á byggð. Notkun slíks búnaðar sé þó tilvalin fyrir ofan vegi eða útivistarsvæði þar sem hægt sé að stöðva umferð eða þá að snjóflóð séu sprengd af stað áður en svæðið er opnað og ekki talin hætta á að slys verði. Þá segir Tómas að forðast eigi að sprengja upp snjóflóð á fjölförnum svæðum, alltaf sé hætta á að tjón eða slys geti orðið sem hefðu annars ekki orðið ef verið er að sprengja að óþörfu. „Þetta er spennandi og ég held að þetta sé það sem koma skal. Þetta er mikið notað til að verja vegi, skíðaleiðir og skíðamannvirki í Ölpunum og bara úti um allt. Menn eru að sprengja til þess að halda örygginu í hámarki,“ segir Guðmundur. Byrjað að sprengja um næstu mánaðarmót Guðmundur segir sprengiefnið í þessum snjóflóðasprengjum sérstakt. Það sé sneggra að kveikja í og hafi snöggan sprengikraft. „Sprengiefni er bara sprengiefni, höldum við, ég og þú en þetta eru sérstök sprengiefni sem að hafa mjög snöggan sprengikraft. Þannig að þegar kviknar í þá eru höggið og höggbylgjan mun hraðari en almennt. Það er ekki nóg að fara og kaupa venjulegt sprengiefni heldur er þetta sérstakt sprengiefni sem brennir hraðar.“ Hann segir líklegt að önnur skíðasvæði horfi til Hlíðarfjalls þegar tækin verða komin í notkun. Hann viti að nokkur svæði hafi verið að íhuga kaup á slíkum búnaði. „Þetta eru skíðasvæði eins og í Fjallabyggð og Oddsskarði. Þetta eru þau skíðasvæði sem ég veit að eru að horfa til hverslags svona búnaðar til þess að losa snjóinn af því að við erum búin í þeim fasa að færa alltaf skíðasvæðið burtu vegna snjóflóðahættu,“ segir hann og tekur dæmi um Ísafjörð og Siglufjörð þar sem skíðasvæðin voru færð vegna snjóflóðahættu. „Við förum að sprengja núna einhvern tíma seinni partinn í febrúar eða byrjun mars. Þannig að við erum bara að koma okkur í gírinn.“
Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Sjá meira