Frambjóðendur til formanns í Félagi íslenskra rafvirkja útilokaðir frá störfum á meðan kosningabarátta varir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2020 19:15 Harka hefur færst í formannsbaráttu Félags íslenskra rafvirkja. Sitjandi formaður og gjaldkeri félagsins, sem eru tveir í framboði, hafa verið útilokaðir frá skrifstofu og störfum félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram í næstu viku. Félag íslenskra rafvirkja er aðildarfélag að Rafiðnaðarsambandi Íslands og telur félagið um 1800 félagsmenn. Kosið er til hluta stjórnar ár hvert og í næstu viku greiða félagsmenn atkvæði í formannskjöri þar sem tveir eru í framboði. Annars vegar Borgþór Hjörvarsson, formaður og hins vegar Margrét Halldóra Arnarsdóttir, gjaldkeri, sem bíður sig fram gegn sitjandi formanni. Nýr kjarasamningur félagsmanna Rafviðnaðarsambandsins, sem rafvirkjar eru aðilar að og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka var samþykktur í maí í fyrra með 49% greiddra atkvæða en 47,6% sögðu nei. Rafvirkjar voru verulega ósáttir við samninginn og segja að hann hefði verið felldur hefðu rafvirkjar setið einir að atkvæðagreiðslu. Margrét Halldóra Arnarsdóttir, annar frambjóðandi til formanns Félags íslenskra rafvirkja.Vísir/Baldur Gjaldkeri og frambjóðandi til formanns segir tíma kominn á breytingar í stjórn „Við viljum sjá breytingar á störfum stjórnar aðallega. Klárlega erum við ekki sátt við kjarasamninginn, ég er ekki sátt við kjarasamninginn og tel að félagsmenn séu það ekki heldur. Við viljum gera breytingar þar á,“ segir Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirki og gjaldkeri félagsins. Margrét segir kosningabaráttuna vera að harðna. Hún segist ekki standa jafnfætis sitjandi formanni í baráttunni og segir hann hafa nýtt sér samskiptaleiðir innan félagsins til þess að ná til félagsmanna. Segist ekki hafa nýtt sér stöðu sína í formannsslagnum Hefur þú nýtt þér sem félagið á? Póstlista eða annað? „Nei. Allt sem ég hef nýtt mér er það sem er opinbert á neti, bæði trúnaðarmenn og fleira. Það er á vef Rafiðnaðarsambandsins, nöfn og fleira og ég hef reynt að nýta þau tengsl eins og hægt er. En ég skal viðurkenna það að tengsl mín við trúnaðarmenn eru afar góð og ég hef talað við þá og mér finnst óeðlileg tef ég mætti ekki aðeins tjá mig um málefni, sérstaklega að því maður vill koma sínum sjónarmiðum fram,“ segir Borgþór Hjörvarsson, sitjandi formaður Félags rafvirkja á Íslandi. Báðir frambjóðendur útilokaðir frá störfum og skrifstofu Félags íslenskra rafvirkja á meðan konsangabaráttan varir Svo mikil harka er kominn í formannsslaginn að stjórn og trúnaðarmannaráð ákváðu að hvorugur frambjóðenda starfi fyrir hönd félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram og eru því bæði útilokuð frá störfum og skrifstofu félagsins. „Þetta var ákveðið í gærkvöldi. Það þótti þurfa að ákveða þetta,“ segir Margrét. „Það var talið það að vegna umræðu á netinu að það væri betra að við myndum draga okkur í kosningabaráttuna og notað aðstöðu sem við getum reddað okkur sjálf,“ segir Borgþór. Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan formann Félags íslenskra rafvirkja hefst 10. febrúar og stendur til þess sautjánda. Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Harka hefur færst í formannsbaráttu Félags íslenskra rafvirkja. Sitjandi formaður og gjaldkeri félagsins, sem eru tveir í framboði, hafa verið útilokaðir frá skrifstofu og störfum félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram í næstu viku. Félag íslenskra rafvirkja er aðildarfélag að Rafiðnaðarsambandi Íslands og telur félagið um 1800 félagsmenn. Kosið er til hluta stjórnar ár hvert og í næstu viku greiða félagsmenn atkvæði í formannskjöri þar sem tveir eru í framboði. Annars vegar Borgþór Hjörvarsson, formaður og hins vegar Margrét Halldóra Arnarsdóttir, gjaldkeri, sem bíður sig fram gegn sitjandi formanni. Nýr kjarasamningur félagsmanna Rafviðnaðarsambandsins, sem rafvirkjar eru aðilar að og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka var samþykktur í maí í fyrra með 49% greiddra atkvæða en 47,6% sögðu nei. Rafvirkjar voru verulega ósáttir við samninginn og segja að hann hefði verið felldur hefðu rafvirkjar setið einir að atkvæðagreiðslu. Margrét Halldóra Arnarsdóttir, annar frambjóðandi til formanns Félags íslenskra rafvirkja.Vísir/Baldur Gjaldkeri og frambjóðandi til formanns segir tíma kominn á breytingar í stjórn „Við viljum sjá breytingar á störfum stjórnar aðallega. Klárlega erum við ekki sátt við kjarasamninginn, ég er ekki sátt við kjarasamninginn og tel að félagsmenn séu það ekki heldur. Við viljum gera breytingar þar á,“ segir Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirki og gjaldkeri félagsins. Margrét segir kosningabaráttuna vera að harðna. Hún segist ekki standa jafnfætis sitjandi formanni í baráttunni og segir hann hafa nýtt sér samskiptaleiðir innan félagsins til þess að ná til félagsmanna. Segist ekki hafa nýtt sér stöðu sína í formannsslagnum Hefur þú nýtt þér sem félagið á? Póstlista eða annað? „Nei. Allt sem ég hef nýtt mér er það sem er opinbert á neti, bæði trúnaðarmenn og fleira. Það er á vef Rafiðnaðarsambandsins, nöfn og fleira og ég hef reynt að nýta þau tengsl eins og hægt er. En ég skal viðurkenna það að tengsl mín við trúnaðarmenn eru afar góð og ég hef talað við þá og mér finnst óeðlileg tef ég mætti ekki aðeins tjá mig um málefni, sérstaklega að því maður vill koma sínum sjónarmiðum fram,“ segir Borgþór Hjörvarsson, sitjandi formaður Félags rafvirkja á Íslandi. Báðir frambjóðendur útilokaðir frá störfum og skrifstofu Félags íslenskra rafvirkja á meðan konsangabaráttan varir Svo mikil harka er kominn í formannsslaginn að stjórn og trúnaðarmannaráð ákváðu að hvorugur frambjóðenda starfi fyrir hönd félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram og eru því bæði útilokuð frá störfum og skrifstofu félagsins. „Þetta var ákveðið í gærkvöldi. Það þótti þurfa að ákveða þetta,“ segir Margrét. „Það var talið það að vegna umræðu á netinu að það væri betra að við myndum draga okkur í kosningabaráttuna og notað aðstöðu sem við getum reddað okkur sjálf,“ segir Borgþór. Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan formann Félags íslenskra rafvirkja hefst 10. febrúar og stendur til þess sautjánda.
Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira