Frambjóðendur til formanns í Félagi íslenskra rafvirkja útilokaðir frá störfum á meðan kosningabarátta varir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2020 19:15 Harka hefur færst í formannsbaráttu Félags íslenskra rafvirkja. Sitjandi formaður og gjaldkeri félagsins, sem eru tveir í framboði, hafa verið útilokaðir frá skrifstofu og störfum félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram í næstu viku. Félag íslenskra rafvirkja er aðildarfélag að Rafiðnaðarsambandi Íslands og telur félagið um 1800 félagsmenn. Kosið er til hluta stjórnar ár hvert og í næstu viku greiða félagsmenn atkvæði í formannskjöri þar sem tveir eru í framboði. Annars vegar Borgþór Hjörvarsson, formaður og hins vegar Margrét Halldóra Arnarsdóttir, gjaldkeri, sem bíður sig fram gegn sitjandi formanni. Nýr kjarasamningur félagsmanna Rafviðnaðarsambandsins, sem rafvirkjar eru aðilar að og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka var samþykktur í maí í fyrra með 49% greiddra atkvæða en 47,6% sögðu nei. Rafvirkjar voru verulega ósáttir við samninginn og segja að hann hefði verið felldur hefðu rafvirkjar setið einir að atkvæðagreiðslu. Margrét Halldóra Arnarsdóttir, annar frambjóðandi til formanns Félags íslenskra rafvirkja.Vísir/Baldur Gjaldkeri og frambjóðandi til formanns segir tíma kominn á breytingar í stjórn „Við viljum sjá breytingar á störfum stjórnar aðallega. Klárlega erum við ekki sátt við kjarasamninginn, ég er ekki sátt við kjarasamninginn og tel að félagsmenn séu það ekki heldur. Við viljum gera breytingar þar á,“ segir Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirki og gjaldkeri félagsins. Margrét segir kosningabaráttuna vera að harðna. Hún segist ekki standa jafnfætis sitjandi formanni í baráttunni og segir hann hafa nýtt sér samskiptaleiðir innan félagsins til þess að ná til félagsmanna. Segist ekki hafa nýtt sér stöðu sína í formannsslagnum Hefur þú nýtt þér sem félagið á? Póstlista eða annað? „Nei. Allt sem ég hef nýtt mér er það sem er opinbert á neti, bæði trúnaðarmenn og fleira. Það er á vef Rafiðnaðarsambandsins, nöfn og fleira og ég hef reynt að nýta þau tengsl eins og hægt er. En ég skal viðurkenna það að tengsl mín við trúnaðarmenn eru afar góð og ég hef talað við þá og mér finnst óeðlileg tef ég mætti ekki aðeins tjá mig um málefni, sérstaklega að því maður vill koma sínum sjónarmiðum fram,“ segir Borgþór Hjörvarsson, sitjandi formaður Félags rafvirkja á Íslandi. Báðir frambjóðendur útilokaðir frá störfum og skrifstofu Félags íslenskra rafvirkja á meðan konsangabaráttan varir Svo mikil harka er kominn í formannsslaginn að stjórn og trúnaðarmannaráð ákváðu að hvorugur frambjóðenda starfi fyrir hönd félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram og eru því bæði útilokuð frá störfum og skrifstofu félagsins. „Þetta var ákveðið í gærkvöldi. Það þótti þurfa að ákveða þetta,“ segir Margrét. „Það var talið það að vegna umræðu á netinu að það væri betra að við myndum draga okkur í kosningabaráttuna og notað aðstöðu sem við getum reddað okkur sjálf,“ segir Borgþór. Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan formann Félags íslenskra rafvirkja hefst 10. febrúar og stendur til þess sautjánda. Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Harka hefur færst í formannsbaráttu Félags íslenskra rafvirkja. Sitjandi formaður og gjaldkeri félagsins, sem eru tveir í framboði, hafa verið útilokaðir frá skrifstofu og störfum félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram í næstu viku. Félag íslenskra rafvirkja er aðildarfélag að Rafiðnaðarsambandi Íslands og telur félagið um 1800 félagsmenn. Kosið er til hluta stjórnar ár hvert og í næstu viku greiða félagsmenn atkvæði í formannskjöri þar sem tveir eru í framboði. Annars vegar Borgþór Hjörvarsson, formaður og hins vegar Margrét Halldóra Arnarsdóttir, gjaldkeri, sem bíður sig fram gegn sitjandi formanni. Nýr kjarasamningur félagsmanna Rafviðnaðarsambandsins, sem rafvirkjar eru aðilar að og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka var samþykktur í maí í fyrra með 49% greiddra atkvæða en 47,6% sögðu nei. Rafvirkjar voru verulega ósáttir við samninginn og segja að hann hefði verið felldur hefðu rafvirkjar setið einir að atkvæðagreiðslu. Margrét Halldóra Arnarsdóttir, annar frambjóðandi til formanns Félags íslenskra rafvirkja.Vísir/Baldur Gjaldkeri og frambjóðandi til formanns segir tíma kominn á breytingar í stjórn „Við viljum sjá breytingar á störfum stjórnar aðallega. Klárlega erum við ekki sátt við kjarasamninginn, ég er ekki sátt við kjarasamninginn og tel að félagsmenn séu það ekki heldur. Við viljum gera breytingar þar á,“ segir Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirki og gjaldkeri félagsins. Margrét segir kosningabaráttuna vera að harðna. Hún segist ekki standa jafnfætis sitjandi formanni í baráttunni og segir hann hafa nýtt sér samskiptaleiðir innan félagsins til þess að ná til félagsmanna. Segist ekki hafa nýtt sér stöðu sína í formannsslagnum Hefur þú nýtt þér sem félagið á? Póstlista eða annað? „Nei. Allt sem ég hef nýtt mér er það sem er opinbert á neti, bæði trúnaðarmenn og fleira. Það er á vef Rafiðnaðarsambandsins, nöfn og fleira og ég hef reynt að nýta þau tengsl eins og hægt er. En ég skal viðurkenna það að tengsl mín við trúnaðarmenn eru afar góð og ég hef talað við þá og mér finnst óeðlileg tef ég mætti ekki aðeins tjá mig um málefni, sérstaklega að því maður vill koma sínum sjónarmiðum fram,“ segir Borgþór Hjörvarsson, sitjandi formaður Félags rafvirkja á Íslandi. Báðir frambjóðendur útilokaðir frá störfum og skrifstofu Félags íslenskra rafvirkja á meðan konsangabaráttan varir Svo mikil harka er kominn í formannsslaginn að stjórn og trúnaðarmannaráð ákváðu að hvorugur frambjóðenda starfi fyrir hönd félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram og eru því bæði útilokuð frá störfum og skrifstofu félagsins. „Þetta var ákveðið í gærkvöldi. Það þótti þurfa að ákveða þetta,“ segir Margrét. „Það var talið það að vegna umræðu á netinu að það væri betra að við myndum draga okkur í kosningabaráttuna og notað aðstöðu sem við getum reddað okkur sjálf,“ segir Borgþór. Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan formann Félags íslenskra rafvirkja hefst 10. febrúar og stendur til þess sautjánda.
Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira