Íslenski boltinn

Besti leikmaður Pepsi Max kvenna skrifar undir nýjan þriggja ára samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Metta Jensen ætlar að spila áfram í íslensku deildinni næstu árin.
Elín Metta Jensen ætlar að spila áfram í íslensku deildinni næstu árin. Vísir/Daníel

Landsliðskonan Elín Metta Jensen er búin að framlengja samning sinn við Val og spilar því áfram með Hlíðarendaliðinu í Pepsi Max deildinni.

Elín Metta, sem verður 25 ára í næsta mánuði, gerði nýjan þriggja ára samning sem nær út 2022 tímabilið.

Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir Íslandsmeistara Vals en Elín Metta var kosin besti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í fyrra sumar.

Elín Metta hefur leikið allan sinn feril með Val en hún fór út í háskóla í Bandaríkjunum á árunum 2015 til 2017 þar sem hún spilaði með Florida State.

Elín Metta var með 16 mörk og 10 stoðsendingar í Pepsi Max deild kvenna 2019 og kom alls með beinum hætti að 31 marki sem var það langmesta í deildinni.

Hún hefur alls skorað 101 mark í 135 leikjum í efstu deild og er líka komin með 14 mörk í 46 landsleikjum fyrir Ísland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×