Fótbolti

Guð­laugur Victor lagði upp mark og Rúrik fékk lang­þráð tæki­færi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Darmstadt fagna marki í kvöld.
Leikmenn Darmstadt fagna marki í kvöld. vísir/getty

Guðlaugur Victor Pálsson var í sigurliði en Rúrik Gíslason í tapliði í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Victor og félagar unnu 3-2 sigur á Dynamo Dresden á útivelli en Victor lagði upp fyrsta mark Darmstadt.

Liðið er í 11. sæti deildarinnar með 26 stig.







Rúrik Gíslason fékk langþráð tækifæri með Sandhausen er liðið tapaði 1-0 fyrir Heidenheim á heimavelli.

Rúrik hafði ekki spilað síðan 23. nóvember en honum var skipt inn á sem varamanni á 58. mínútu í dag.

Sandhausen er í 10. sæti deildarinnar með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×