Móðir Hildar með gæsahúð og að rifna úr stolti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 18:49 „Það er mikil spenna og jákvæði í garð Hildar í þessu umhverfi sem við erum í hér. Það eru margir sem spá henni sigri og það ýtir auðvitað aðeins undir væntingarnar hjá okkur þegar hún fær svo jákvæðan meðbyr," segir Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir Hildar Guðnadóttur. Ingveldur er stödd í Los Angeles ásamt Hildi og hennar fjölskyldu; syninum Kára og eiginmanninum Sam Slater. Innan skamms heldur hópurinn í Dolby-leikhúsið í Hollywood þar sem óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld. Hildur er tilnefnd fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum og segja má að hún teljist afar sigurstrangleg. Hefur hún bæði unnið Golden Globe og BAFTA verðlaun fyrir tónlistina og sögulega er sterk fylgni á milli verðlaunahafa þar og á óskarnum. Þar að auki er hún með yfirburðarstöðu í veðbönkum. Samkvæmt síðunni Oddschecker, þar sem stuðlar í veðbönkum eru teknir saman, hafa hátt í áttatíu prósent fjárhættuspilara veðjað á Hildi. Hildur Guðnadóttir í hári og sminki til vinstri og með móður sinni Ingveldi Guðrúnu Ólafsdóttur til hægri. Þegar fréttastofa náði tali af Ingveldi nú síðdegis voru þær mæðgur að snæða morgunverð í Los Angeles með þétta dagskrá framundan. „Svo kemur hérna teymi á eftir sem klæðir hana, sér um hárið og málar," segir Ingveldur sem vildi þó ekkert gefa upp um klæðnaðinn. „Það er algjört hernarðarleyndarmál. En verður frumsýnt á rauða dreglinum núna eftir smá tíma," segir hún glettin. Átta klukkustunda tímamismunur er á Los Angeles og Íslandi en klukkan eitt að staðartíma þarf Hildur að vera mætt að óskarshöllinni. Ingveldur segir að eiginmaður Hildar muni ganga með henni rauða dregilinn en hún verður þar einnig sjálf ásamt syni Hildar. „Við verðum þarna á einhverjum rauðum dregli, hvort það verði á þessum eina sanna veit ég ekki." Veislur hjá Warner Brothers og MadonnuHildur hefur sópað upp stórverðlaunum.Getty/Gareth CattermoleAthöfnin hefst klukkan fimm að staðartíma, eða klukkan eitt að íslenskum tíma, og lýkur klukkan átta. Þá taka veisluhöldin við. Ætla þau að minnsta kosti að fara í veislu hjá Warner Brothers, framleiðanda Jókersins. Þá eru einnig partí hjá Madonnu og Vanity Fair.„Ég veit ekki hvað úthaldið leyfir hjá Hildi. Þetta er búið að vera gríðarlegt álag," segir Ingveldur sem er afar stolt af dótturinni.„Maður er bara alveg ótrúlega glaður, með gæsahúð og að rifna úr stolti. Eins og alltaf reyndar, ég hef alltaf verið mjög stolt af Hildi," segir hún.Hún segir Hildi þó taka þessu öllu af mikilli ró.„Hildur er gríðarlega róleg manneskja. Með mikið jafnaðargeð og hugleiðir þannig hún heldur bar ró sinni. En auðvitað er maður spenntur," segir Ingveldur. Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
„Það er mikil spenna og jákvæði í garð Hildar í þessu umhverfi sem við erum í hér. Það eru margir sem spá henni sigri og það ýtir auðvitað aðeins undir væntingarnar hjá okkur þegar hún fær svo jákvæðan meðbyr," segir Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir Hildar Guðnadóttur. Ingveldur er stödd í Los Angeles ásamt Hildi og hennar fjölskyldu; syninum Kára og eiginmanninum Sam Slater. Innan skamms heldur hópurinn í Dolby-leikhúsið í Hollywood þar sem óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld. Hildur er tilnefnd fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum og segja má að hún teljist afar sigurstrangleg. Hefur hún bæði unnið Golden Globe og BAFTA verðlaun fyrir tónlistina og sögulega er sterk fylgni á milli verðlaunahafa þar og á óskarnum. Þar að auki er hún með yfirburðarstöðu í veðbönkum. Samkvæmt síðunni Oddschecker, þar sem stuðlar í veðbönkum eru teknir saman, hafa hátt í áttatíu prósent fjárhættuspilara veðjað á Hildi. Hildur Guðnadóttir í hári og sminki til vinstri og með móður sinni Ingveldi Guðrúnu Ólafsdóttur til hægri. Þegar fréttastofa náði tali af Ingveldi nú síðdegis voru þær mæðgur að snæða morgunverð í Los Angeles með þétta dagskrá framundan. „Svo kemur hérna teymi á eftir sem klæðir hana, sér um hárið og málar," segir Ingveldur sem vildi þó ekkert gefa upp um klæðnaðinn. „Það er algjört hernarðarleyndarmál. En verður frumsýnt á rauða dreglinum núna eftir smá tíma," segir hún glettin. Átta klukkustunda tímamismunur er á Los Angeles og Íslandi en klukkan eitt að staðartíma þarf Hildur að vera mætt að óskarshöllinni. Ingveldur segir að eiginmaður Hildar muni ganga með henni rauða dregilinn en hún verður þar einnig sjálf ásamt syni Hildar. „Við verðum þarna á einhverjum rauðum dregli, hvort það verði á þessum eina sanna veit ég ekki." Veislur hjá Warner Brothers og MadonnuHildur hefur sópað upp stórverðlaunum.Getty/Gareth CattermoleAthöfnin hefst klukkan fimm að staðartíma, eða klukkan eitt að íslenskum tíma, og lýkur klukkan átta. Þá taka veisluhöldin við. Ætla þau að minnsta kosti að fara í veislu hjá Warner Brothers, framleiðanda Jókersins. Þá eru einnig partí hjá Madonnu og Vanity Fair.„Ég veit ekki hvað úthaldið leyfir hjá Hildi. Þetta er búið að vera gríðarlegt álag," segir Ingveldur sem er afar stolt af dótturinni.„Maður er bara alveg ótrúlega glaður, með gæsahúð og að rifna úr stolti. Eins og alltaf reyndar, ég hef alltaf verið mjög stolt af Hildi," segir hún.Hún segir Hildi þó taka þessu öllu af mikilli ró.„Hildur er gríðarlega róleg manneskja. Með mikið jafnaðargeð og hugleiðir þannig hún heldur bar ró sinni. En auðvitað er maður spenntur," segir Ingveldur.
Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira