Móðir Hildar með gæsahúð og að rifna úr stolti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 18:49 „Það er mikil spenna og jákvæði í garð Hildar í þessu umhverfi sem við erum í hér. Það eru margir sem spá henni sigri og það ýtir auðvitað aðeins undir væntingarnar hjá okkur þegar hún fær svo jákvæðan meðbyr," segir Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir Hildar Guðnadóttur. Ingveldur er stödd í Los Angeles ásamt Hildi og hennar fjölskyldu; syninum Kára og eiginmanninum Sam Slater. Innan skamms heldur hópurinn í Dolby-leikhúsið í Hollywood þar sem óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld. Hildur er tilnefnd fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum og segja má að hún teljist afar sigurstrangleg. Hefur hún bæði unnið Golden Globe og BAFTA verðlaun fyrir tónlistina og sögulega er sterk fylgni á milli verðlaunahafa þar og á óskarnum. Þar að auki er hún með yfirburðarstöðu í veðbönkum. Samkvæmt síðunni Oddschecker, þar sem stuðlar í veðbönkum eru teknir saman, hafa hátt í áttatíu prósent fjárhættuspilara veðjað á Hildi. Hildur Guðnadóttir í hári og sminki til vinstri og með móður sinni Ingveldi Guðrúnu Ólafsdóttur til hægri. Þegar fréttastofa náði tali af Ingveldi nú síðdegis voru þær mæðgur að snæða morgunverð í Los Angeles með þétta dagskrá framundan. „Svo kemur hérna teymi á eftir sem klæðir hana, sér um hárið og málar," segir Ingveldur sem vildi þó ekkert gefa upp um klæðnaðinn. „Það er algjört hernarðarleyndarmál. En verður frumsýnt á rauða dreglinum núna eftir smá tíma," segir hún glettin. Átta klukkustunda tímamismunur er á Los Angeles og Íslandi en klukkan eitt að staðartíma þarf Hildur að vera mætt að óskarshöllinni. Ingveldur segir að eiginmaður Hildar muni ganga með henni rauða dregilinn en hún verður þar einnig sjálf ásamt syni Hildar. „Við verðum þarna á einhverjum rauðum dregli, hvort það verði á þessum eina sanna veit ég ekki." Veislur hjá Warner Brothers og MadonnuHildur hefur sópað upp stórverðlaunum.Getty/Gareth CattermoleAthöfnin hefst klukkan fimm að staðartíma, eða klukkan eitt að íslenskum tíma, og lýkur klukkan átta. Þá taka veisluhöldin við. Ætla þau að minnsta kosti að fara í veislu hjá Warner Brothers, framleiðanda Jókersins. Þá eru einnig partí hjá Madonnu og Vanity Fair.„Ég veit ekki hvað úthaldið leyfir hjá Hildi. Þetta er búið að vera gríðarlegt álag," segir Ingveldur sem er afar stolt af dótturinni.„Maður er bara alveg ótrúlega glaður, með gæsahúð og að rifna úr stolti. Eins og alltaf reyndar, ég hef alltaf verið mjög stolt af Hildi," segir hún.Hún segir Hildi þó taka þessu öllu af mikilli ró.„Hildur er gríðarlega róleg manneskja. Með mikið jafnaðargeð og hugleiðir þannig hún heldur bar ró sinni. En auðvitað er maður spenntur," segir Ingveldur. Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
„Það er mikil spenna og jákvæði í garð Hildar í þessu umhverfi sem við erum í hér. Það eru margir sem spá henni sigri og það ýtir auðvitað aðeins undir væntingarnar hjá okkur þegar hún fær svo jákvæðan meðbyr," segir Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir Hildar Guðnadóttur. Ingveldur er stödd í Los Angeles ásamt Hildi og hennar fjölskyldu; syninum Kára og eiginmanninum Sam Slater. Innan skamms heldur hópurinn í Dolby-leikhúsið í Hollywood þar sem óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld. Hildur er tilnefnd fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum og segja má að hún teljist afar sigurstrangleg. Hefur hún bæði unnið Golden Globe og BAFTA verðlaun fyrir tónlistina og sögulega er sterk fylgni á milli verðlaunahafa þar og á óskarnum. Þar að auki er hún með yfirburðarstöðu í veðbönkum. Samkvæmt síðunni Oddschecker, þar sem stuðlar í veðbönkum eru teknir saman, hafa hátt í áttatíu prósent fjárhættuspilara veðjað á Hildi. Hildur Guðnadóttir í hári og sminki til vinstri og með móður sinni Ingveldi Guðrúnu Ólafsdóttur til hægri. Þegar fréttastofa náði tali af Ingveldi nú síðdegis voru þær mæðgur að snæða morgunverð í Los Angeles með þétta dagskrá framundan. „Svo kemur hérna teymi á eftir sem klæðir hana, sér um hárið og málar," segir Ingveldur sem vildi þó ekkert gefa upp um klæðnaðinn. „Það er algjört hernarðarleyndarmál. En verður frumsýnt á rauða dreglinum núna eftir smá tíma," segir hún glettin. Átta klukkustunda tímamismunur er á Los Angeles og Íslandi en klukkan eitt að staðartíma þarf Hildur að vera mætt að óskarshöllinni. Ingveldur segir að eiginmaður Hildar muni ganga með henni rauða dregilinn en hún verður þar einnig sjálf ásamt syni Hildar. „Við verðum þarna á einhverjum rauðum dregli, hvort það verði á þessum eina sanna veit ég ekki." Veislur hjá Warner Brothers og MadonnuHildur hefur sópað upp stórverðlaunum.Getty/Gareth CattermoleAthöfnin hefst klukkan fimm að staðartíma, eða klukkan eitt að íslenskum tíma, og lýkur klukkan átta. Þá taka veisluhöldin við. Ætla þau að minnsta kosti að fara í veislu hjá Warner Brothers, framleiðanda Jókersins. Þá eru einnig partí hjá Madonnu og Vanity Fair.„Ég veit ekki hvað úthaldið leyfir hjá Hildi. Þetta er búið að vera gríðarlegt álag," segir Ingveldur sem er afar stolt af dótturinni.„Maður er bara alveg ótrúlega glaður, með gæsahúð og að rifna úr stolti. Eins og alltaf reyndar, ég hef alltaf verið mjög stolt af Hildi," segir hún.Hún segir Hildi þó taka þessu öllu af mikilli ró.„Hildur er gríðarlega róleg manneskja. Með mikið jafnaðargeð og hugleiðir þannig hún heldur bar ró sinni. En auðvitað er maður spenntur," segir Ingveldur.
Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira