Innlent

Bátur sökk í Hafnarfjarðarhöfn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Af vettvangi.
Af vettvangi. Mynd/Aðsend

Báturinn Jökull er sokkinn í Hafnarfjarðarhöfn. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Vegfarandi hafði samband við slökkviliðið þar sem hann taldi bátinn halla heldur mikið í höfninni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var báturinn svo gott sem alveg sokkinn þegar viðbragðsaðila bar að garði.

Slökkviliðið hefur nú tryggt vettvanginn til þess að lágmarka áhrif mögulegs leka úr bátnum. Slökkviliði er ekki kunnugt um að nokkurn hafi sakað þegar báturinn sökk.

Mynd/Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×