Íslenski boltinn

Sjáðu glæsi­mark Gísla og marka­súpuna úr Víkinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gísli hlaðar í skotið.
Gísli hlaðar í skotið. vísir/skjáskot

Breiðablik skaust upp í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í gær er liðið vann 4-2 sigur á Víkingi í Víkinni.

Kristinn Steindórsson skoraði fyrsta markið á 17. mínútu og mínútu síðar tvöfaldaði Brynjólfur Willumsson forystuna.

Óttar Magnús Karlsson minnkaði muninn fyrir Víkinga á 34. mínútu en stórkostlegt mark Gísla Eyjólfssonar á 39. mínútu sá til þess að Blikar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik.

Sölvi Geir Ottesen minnkaði muninn fyrir Víkinga í upphafi síðari hálfleiks eftir hornspyrnu en Brynjólfur skoraði svo aftur af vítapunktinum í uppbótartíma.

Víkingur er í 8. sæti deildarinnar með þrettán stig með einungis þrjá sigra í fyrstu tíu leikjunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×