Innlent

Samdi lag til eigin­mannsins þegar hann lá í öndunar­vél

Sylvía Hall skrifar
Jenný segir William enn vera örlítið orkulausan eftir kórónuveiruveikindin en hann sé þó allur að koma til.
Jenný segir William enn vera örlítið orkulausan eftir kórónuveiruveikindin en hann sé þó allur að koma til. Aðsend

Jenný Guðnadóttir segir það hafa verið mikinn létti þegar eiginmaður hennar, William Thomas Möller, var laus úr öndunarvél og hafði orku til þess að tala við hana. William var lagður inn á gjörgæsludeild eftir að hann greindist með Covid-19 og var honum haldið sofandi.

Á meðan William lá á sjúkrahúsi í einangrun var Jenný sjálf í sóttkví og fékk því ekkert að sjá hann á meðan. Hún samdi lag til hans þar sem hún fjallaði um veikindin og vonina um bata á fallegan hátt.

„Ég sjálf hef verið merkilega róleg en auðvitað kvíðin og hrædd þegar það var ekkert að frétta og þangað til hann vaknaði svo. Það var mikill léttir og lífið allt annað eftir að hann fór að hafa orku og ráð til að tala við mig sjálfur,“ segir Jenný í samtali við Vísi.

Hún lýsir fyrsta símtalinu þeirra eftir að hann losnaði úr öndunarvél sem besta símtali lífs síns og lífið sé nú allt annað en það var á meðan honum var haldið sofandi. Nú taki við bataferli og segir Jenný útlitið batna með hverjum degi þrátt fyrir orkuleysi eftir veikindin.

„Litlu sigrarnir eru orðnir nokkrir, allt skref í rétta átt.“


Tengdar fréttir

Kominn úr öndunarvél

Sá einstaklingur sem hefur verið inniliggjandi á gjörgæslu Landspítalans með kórónuveirusmit er laus úr öndunarvél.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.