Innlent

Á­nægja með raf­rænt ökus­kir­teini

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa
Ef áætlanir ganga hnökralaust munu rafræn ökuskírteini koma í gagnið í vor.
Ef áætlanir ganga hnökralaust munu rafræn ökuskírteini koma í gagnið í vor. stöð 2
Áður en langt um líður ættu Ís­lendingar að geta fengið öku­skír­teini sín í far­símann. Vonir standa til að stafræn ökuskírteini verði komin í gagnið í vor en þróun þeirra hefur staðið yfir undanfarna mánuði á vegum Ríkislögreglustjóra og Stafræns Íslands, sem er verkefnastofa á vegum Fjármála og efnahagsráðuneytisins.

Dómsmálaráðherra segist vona að þessu muni fylgja aukin þægindi enda noti fólk símann sinn nú þegar til ýmissa verka, eins og að greiða fyrir vörur í verslunum og halda utan um flugmiða. Vegfarendur sem fréttastofa ræddi við í dag tóku ágætlega í þessar áætlanir.



„Ég hef enga skoðun á því,“ sagði Þóra Jensdóttir og segist aldrei gleyma ökuskírteininu heima. „Maður á alltaf að vera með það á sér.“

„Ég hef ekki spáð í því, það væri alveg mjög sniðugt því maður er alltaf með símann sinn“ sagði Sólborg Ýr Sigurðardóttir og viðurkenndi að hún félli stundum í þá gryfju að gleyma skírteininu heima.

„Ég bara hef ekki hugsað út í það,“ sagði Ingibjörg Þórarinsdóttir og viðurkenndi að það gæti nú verið mjög sniðugt að fá skírteinið í símann. „Það væri reyndar fínt að hafa það í símanum, ég er alltaf með símann.“

Elías Elíasson var ekki á sama máli og dömurnar og sagði það alveg ómögulegt. Hann hafi samt kannski ekki hugsað neitt sérstaklega út í það.

„Þetta er fín hugmynd, það er allt komið í símann hvort sem er,“ sagði Þorbjörn Svanþórsson en sagðist þó aldrei gleyma kortinu heima.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×