Enski boltinn

Klopp valinn stjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni

Ísak Hallmundarson skrifar
Jurgen Norbert Klopp.
Jurgen Norbert Klopp. getty/Michael Regan

Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að Jurgen Klopp hafi hreppt verðlaunin um þjálfara ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Lið Liverpool átti stórkostlegt ár undir stjórn Jurgens Klopp og setti hvert metið á fætur öðru. Það vann 26 af fyrstu 27 leikjum sínum og fékk alls 99 stig í deildinni, sem er næstmesti stigafjöldi sem nokkurt lið hefur fengið frá upphafi keppninnar. Þeir enduðu með 18 fleiri stig en Manchester City sem var í öðru sæti.

Ásamt því að vinna ensku úrvalsdeildina, fyrsta úrvalsdeildartitil Liverpool og þann fyrsta í efstu deild Englands í 30 ár, unnu lærisveinar Klopps einnig Ofurbikar UEFA og Heimsmeistarakeppni félagsliða.

Þjóðverjinn Klopp hafði betur gegn Frank Lampard hjá Chelsea, Chris Wilder hjá Sheffield United og Brendan Rodgers hjá Leicester sem einnig voru tilnefndir sem þjálfari ársins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.