Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2020 19:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að vel sé fylgst með þróun hins dularfulla kórónavírusar sem greindist í Kína. Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. Hinn dularfulli kórónavírus sem kallaður hefur verið Wuhan-veiran kom upp í Peking, Shanghai og Shenzen í Kína um helgina en hingað til hefur sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan í Kína og eru staðfest tilfelli nú talin um 200. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að ekkert bendi til þess að vírusinn smitist milli manna. „Nánast allir sem hafa veikst og eru með staðfesta sýkingu hafa verið á ákveðnum útimarkaði í Wuhan í Kína. Þar hefur veiran fundist í umhverfissýnum. Þannig að menn eru fyrst og fremst að beina spjótum sínum að þessum stað. En svo hefur fólk sem hefur verið þar og ferðast til annarra landi líka verið að greinast. Ef veiran fer að smitast manna á milli og veldur miklum skakkaföllum þá gæti önnur staða komið upp en það á allt eftir ða koma í ljós,“ segir Þórólfur. Hann segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu en enn sem komið sé ástæðulaust að bregðast eitthvað sérstaklega við hér á landi eða skima kínverska ferðamenn sem hingað koma fyrir veikinni. „Við teljum algjörlega ástæðulaust að fylgjast eitthvað sérstaklega með kínverskum ferðamönnum sem hingað koma. Við höfum hins vegar sent út tilmæli til heilbrigðisþjónustunnar hér á landi að vera vakandi ef fólk sem kemur frá þessum svæðum er með veikindi sem líkjast þeim sem hafa verið að koma upp,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir eins og alltaf eigi fólk að gæta vel að handþvotti og hreinlæti sérstaklega ef það er innan um veikt fólk. Áfram verði fylgst með málinu. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu og gefur út viðvaranir ef ástæða þykir til. Það tekur tíma að greina veiruna og útbreiðsluna og við vitum miklu meira eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Sjá meira
Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. Hinn dularfulli kórónavírus sem kallaður hefur verið Wuhan-veiran kom upp í Peking, Shanghai og Shenzen í Kína um helgina en hingað til hefur sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan í Kína og eru staðfest tilfelli nú talin um 200. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að ekkert bendi til þess að vírusinn smitist milli manna. „Nánast allir sem hafa veikst og eru með staðfesta sýkingu hafa verið á ákveðnum útimarkaði í Wuhan í Kína. Þar hefur veiran fundist í umhverfissýnum. Þannig að menn eru fyrst og fremst að beina spjótum sínum að þessum stað. En svo hefur fólk sem hefur verið þar og ferðast til annarra landi líka verið að greinast. Ef veiran fer að smitast manna á milli og veldur miklum skakkaföllum þá gæti önnur staða komið upp en það á allt eftir ða koma í ljós,“ segir Þórólfur. Hann segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu en enn sem komið sé ástæðulaust að bregðast eitthvað sérstaklega við hér á landi eða skima kínverska ferðamenn sem hingað koma fyrir veikinni. „Við teljum algjörlega ástæðulaust að fylgjast eitthvað sérstaklega með kínverskum ferðamönnum sem hingað koma. Við höfum hins vegar sent út tilmæli til heilbrigðisþjónustunnar hér á landi að vera vakandi ef fólk sem kemur frá þessum svæðum er með veikindi sem líkjast þeim sem hafa verið að koma upp,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir eins og alltaf eigi fólk að gæta vel að handþvotti og hreinlæti sérstaklega ef það er innan um veikt fólk. Áfram verði fylgst með málinu. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu og gefur út viðvaranir ef ástæða þykir til. Það tekur tíma að greina veiruna og útbreiðsluna og við vitum miklu meira eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Sjá meira