Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2020 19:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að vel sé fylgst með þróun hins dularfulla kórónavírusar sem greindist í Kína. Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. Hinn dularfulli kórónavírus sem kallaður hefur verið Wuhan-veiran kom upp í Peking, Shanghai og Shenzen í Kína um helgina en hingað til hefur sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan í Kína og eru staðfest tilfelli nú talin um 200. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að ekkert bendi til þess að vírusinn smitist milli manna. „Nánast allir sem hafa veikst og eru með staðfesta sýkingu hafa verið á ákveðnum útimarkaði í Wuhan í Kína. Þar hefur veiran fundist í umhverfissýnum. Þannig að menn eru fyrst og fremst að beina spjótum sínum að þessum stað. En svo hefur fólk sem hefur verið þar og ferðast til annarra landi líka verið að greinast. Ef veiran fer að smitast manna á milli og veldur miklum skakkaföllum þá gæti önnur staða komið upp en það á allt eftir ða koma í ljós,“ segir Þórólfur. Hann segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu en enn sem komið sé ástæðulaust að bregðast eitthvað sérstaklega við hér á landi eða skima kínverska ferðamenn sem hingað koma fyrir veikinni. „Við teljum algjörlega ástæðulaust að fylgjast eitthvað sérstaklega með kínverskum ferðamönnum sem hingað koma. Við höfum hins vegar sent út tilmæli til heilbrigðisþjónustunnar hér á landi að vera vakandi ef fólk sem kemur frá þessum svæðum er með veikindi sem líkjast þeim sem hafa verið að koma upp,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir eins og alltaf eigi fólk að gæta vel að handþvotti og hreinlæti sérstaklega ef það er innan um veikt fólk. Áfram verði fylgst með málinu. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu og gefur út viðvaranir ef ástæða þykir til. Það tekur tíma að greina veiruna og útbreiðsluna og við vitum miklu meira eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira
Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. Hinn dularfulli kórónavírus sem kallaður hefur verið Wuhan-veiran kom upp í Peking, Shanghai og Shenzen í Kína um helgina en hingað til hefur sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan í Kína og eru staðfest tilfelli nú talin um 200. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að ekkert bendi til þess að vírusinn smitist milli manna. „Nánast allir sem hafa veikst og eru með staðfesta sýkingu hafa verið á ákveðnum útimarkaði í Wuhan í Kína. Þar hefur veiran fundist í umhverfissýnum. Þannig að menn eru fyrst og fremst að beina spjótum sínum að þessum stað. En svo hefur fólk sem hefur verið þar og ferðast til annarra landi líka verið að greinast. Ef veiran fer að smitast manna á milli og veldur miklum skakkaföllum þá gæti önnur staða komið upp en það á allt eftir ða koma í ljós,“ segir Þórólfur. Hann segir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu en enn sem komið sé ástæðulaust að bregðast eitthvað sérstaklega við hér á landi eða skima kínverska ferðamenn sem hingað koma fyrir veikinni. „Við teljum algjörlega ástæðulaust að fylgjast eitthvað sérstaklega með kínverskum ferðamönnum sem hingað koma. Við höfum hins vegar sent út tilmæli til heilbrigðisþjónustunnar hér á landi að vera vakandi ef fólk sem kemur frá þessum svæðum er með veikindi sem líkjast þeim sem hafa verið að koma upp,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir eins og alltaf eigi fólk að gæta vel að handþvotti og hreinlæti sérstaklega ef það er innan um veikt fólk. Áfram verði fylgst með málinu. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fylgist vel með málinu og gefur út viðvaranir ef ástæða þykir til. Það tekur tíma að greina veiruna og útbreiðsluna og við vitum miklu meira eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira