Erlent

For­setinn greinist með bein­bruna­sótt

Atli Ísleifsson skrifar
Mario Abdo tók við embætti forseta Paragvæ árið 2018.
Mario Abdo tók við embætti forseta Paragvæ árið 2018. epa

Beinbrunasóttarfaraldur gengur nú yfir Paragvæ í Suður-Ameríku þar sem þúsundir hafa sýkst á síðustu vikum. Hefur nú fengist staðfest að sjálfur forseti landsins, Mario Abdo, hafi einnig greinst með veikina.

Julio Mazzoleni, heilbrigðisráðherra Paragvæ, greindi frá því á fréttamannafundi í dag að hinn 48 ára forseti hafi veikst í ferð til austurhluta landsins. Fékkst svo staðfest eftir að hann sneri aftur til höfuðborgarinnar Asunción að hann hafi fengið beinbrunasótt (e. dengue).

Flest tilfelli beinbrunasóttar í Suður-Ameríku hafa greinst í Brasilíu og Paragvæ. Árið 2013 gekk faraldur yfir Paragvæ þar sem 250 manns létu lífið.

Á vef embættis landlæknis segir að smit berist með biti moskítóflugna, en hún berst í fluguna þegar hún sýgur blóð úr sýktum öpum eða mönnum. Beinbrunasótt smitar ekki manna á milli.

Helstu einkenni beinbrunahitasóttar eru höfuðverkur, bein- og liðverkir og upphleypt útbrot koma eftir nokkra daga. Sjúkdómurinn gengur oftast yfir og sjúklingurinn nær sér að fullu, en blæðandi beinbrunasótt er alvarlegri sjúkdómsmynd sem getur leitt til dauða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.