Innlent

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hrinan er norður af Grindavík.
Hrinan er norður af Grindavík. vísir/vilhelm

Tveir skjálftar að stærð 3,7 hafa mælst í dag um fimm kílómetra norðnorðaustur af Grindavík.

Annar varð klukkan 13:52 og hinn klukkan 15:14 samkvæmt tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands.

Skjálftarnir fundust á Reykjanesinu, Höfuðborgarsvæðinu og norður í Borgarnes.

Um 20 eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu (þegar þetta er skrifað) þar af nokkrir yfir þremur stigum.

Tveir til þrír skjálftar af þessari stærð mælast árlega á Reykjanesskaganum. Jarðskjálftahrinan er enn í gangi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.