Innlent

Jarðskjálfti að stærð 3,7 við Grindavík

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jarðskjálftinn varð skammt frá Grindavík.
Jarðskjálftinn varð skammt frá Grindavík. Vísir/vilhelm

Jarðskjálfti að stærð 3,7 varð rétt norðaustur af Grindavík skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Skjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesskaga og í Borgarnesi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Nokkrir minni eftirskjálftar urðu í kjölfar stóra skjálftans, sá stærsti að stærð 2,1 við Grindavík samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofunnar. Þá varð einnig jarðskjálfti að stærð 2,4 nú skömmu eftir klukkan tvö við Fagradalsfjall, sem er nokkuð austar.

Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki um gosóróa hafi fundist í kjölfar skjálftanna. Þá sé svæðið mikið jarðskjálftasvæði og oft verði skjálftar við Fagradalsfjall.

„Það er ekki óalgengt að það verði skjálftar á þessu svæði en auðvitað finnast heldur ekki allir skjálftar svona víða.“

Stóri skjálftinn er merktur með grænni stjörnu á kortinu. Skjáskot/Veðurstofa Íslands


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.