Fótbolti

Enn einn sigurinn hjá Sverri Inga og liðsfélögum hans í PAOK

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sverrir Ingi var sem fyrr líkt og klettur í vörn PAOK.
Sverrir Ingi var sem fyrr líkt og klettur í vörn PAOK. Vísir/PAOK

Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í hjarta varnar PAOK í grísku úrvalsdeildinni er liðið vann 1-0 útisigur í kvöld.

Sverrir Ingi hefur spilað frábærlega á þessari leiktíð og hélt því áfram í kvöld. Eitt mark skyldi PAOK og Lemia að í kvöld en Leo Matos skoraði eina mark leiksins á 33. mínútu. Staðan þar af leiðandi 1-0 í hálfleik sem og í leikslok.

PAOK er sem fyrr stigi á eftir Olympiacos sem situr á toppi deildarinnar. PAOK með 49 stig en Olympiacos 50 stig.

Þá hefur PAOK aðeins fengið á sig 18 mörk í þeim 20 umferðum sem eru búnar en Olympiacos skákar þeim enn á ný við þar. Síðarnefnda liðið aðeins fengið á sig átta mörk til þessa. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.