Fótbolti

Atletico Madrid úr leik eftir óvænt tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Cultural Leonesa fagna sigurmarki sínu í kvöld.
Leikmenn Cultural Leonesa fagna sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Atletico Madrid tapaði óvænt 2-1 á útivelli gegn Cultural Leonesa í spænska konungsbikarnum í kvöld.Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og staðan að honum loknum 0-0. Í þeim síðari kom Angel Correa gestunum frá Madríd yfir og stefndi allt í 0-1 útisigur Atletico manna. Julen Castaneda var ekki á sama máli en hann jafnaði metin á 82. mínútu og staðan því orðin 1-1. Þannig var hún þegar venjulegur leiktími var liðinn og því þurfti að framlengja.Þar skoraði Sergio Benito eina markið fyrir heimamenn. Lokatölur því 2-1 og Atletico Madrid því lokið þátttöku sinni í spænska konungsbikarnum þetta tímabilið.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.