Fótbolti

Atletico Madrid úr leik eftir óvænt tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Cultural Leonesa fagna sigurmarki sínu í kvöld.
Leikmenn Cultural Leonesa fagna sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Atletico Madrid tapaði óvænt 2-1 á útivelli gegn Cultural Leonesa í spænska konungsbikarnum í kvöld.

Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og staðan að honum loknum 0-0. Í þeim síðari kom Angel Correa gestunum frá Madríd yfir og stefndi allt í 0-1 útisigur Atletico manna. 

Julen Castaneda var ekki á sama máli en hann jafnaði metin á 82. mínútu og staðan því orðin 1-1. Þannig var hún þegar venjulegur leiktími var liðinn og því þurfti að framlengja.

Þar skoraði Sergio Benito eina markið fyrir heimamenn. Lokatölur því 2-1 og Atletico Madrid því lokið þátttöku sinni í spænska konungsbikarnum þetta tímabilið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.