Innlent

Ekið á tvo ljósastaura á skömmum tíma

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglunni barst einnig tilkynning um eld í rusli við hús en greiðlega gekk að slökkva hann.
Lögreglunni barst einnig tilkynning um eld í rusli við hús en greiðlega gekk að slökkva hann. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í gærkvöldi tvær tilkynningar um að ekið hefði verið á ljósastaura. Í annað skiptið missti ökumaður stjórn á bíl sínum og ók á ljósastaur svo bíllinn valt á hliðina. Ökumaðurinn sjálfur var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en virtist hafa sloppið án meiðsla, samkvæmt dagbók lögreglu.

Hitt atvikið átti sér stað á Þingvallavegi og urðu engin slys á fólki. Bæði atvikin gerðust á rétt rúmlega klukkutíma.

Lögreglunni barst einnig tilkynning um eld í rusli við hús en greiðlega gekk að slökkva hann.

Ein líkamsárás átti sér stað í Grafarvogi þar sem Dyravörður hafði afskipti af ölvuðum manni og var að vísa honum úr húsi. Í staðinn kom til handalögmála og var lögregla kölluð til. Þá var einn ökumaður stöðvaður í nótt, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×