Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2020 09:00 Slysið varð á Sandgerðisvegi síðdegis laugardaginn 18. janúar síðastliðinn. Lögreglan hafði veitt ökumanni á stolinni bifreið eftirför í Reykjanesbæ. grafík/hafsteinn Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hefur tekið eftirför lögreglunnar á Sandgerðisvegi til skoðunar. Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. Slysið varð á Sandgerðisvegi síðdegis laugardaginn 18. janúar síðastliðinn. Lögreglan hafði veitt ökumanni á stolinni bifreið eftirför í Reykjanesbæ. Var ökumaðurinn á miklum hraða þegar hann reyndi að komast undan lögreglunni. Ökumaðurinn fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreið sem tveir voru í, ökumaður og farþegi. Farþeginn er kona og liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar kom fram að ökumaðurinn væri grunaður um ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna. Sagði lögreglan að maðurinn sætti síbrotagæslu. Í tilkynningunni frá lögreglunni var fullyrt að lögreglumennirnir hefðu dregið verulega úr hraða lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir að málinu hefur verið vísað til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið við fréttastofu því það sé á viðkvæmu stigi. Samkvæmt lögreglulögum ber eftirlitsnefndinni að taka til athugunar mál þegar manneskja lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé um refsivert brot. Yrði það þá hlutverk nefndarinnar að fara yfir aðgerðir lögreglu til að meta hvort eftirförin hafi stofnað lífi annarra í hættu. Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hefur tekið eftirför lögreglunnar á Sandgerðisvegi til skoðunar. Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. Slysið varð á Sandgerðisvegi síðdegis laugardaginn 18. janúar síðastliðinn. Lögreglan hafði veitt ökumanni á stolinni bifreið eftirför í Reykjanesbæ. Var ökumaðurinn á miklum hraða þegar hann reyndi að komast undan lögreglunni. Ökumaðurinn fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreið sem tveir voru í, ökumaður og farþegi. Farþeginn er kona og liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar kom fram að ökumaðurinn væri grunaður um ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna. Sagði lögreglan að maðurinn sætti síbrotagæslu. Í tilkynningunni frá lögreglunni var fullyrt að lögreglumennirnir hefðu dregið verulega úr hraða lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir að málinu hefur verið vísað til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið við fréttastofu því það sé á viðkvæmu stigi. Samkvæmt lögreglulögum ber eftirlitsnefndinni að taka til athugunar mál þegar manneskja lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé um refsivert brot. Yrði það þá hlutverk nefndarinnar að fara yfir aðgerðir lögreglu til að meta hvort eftirförin hafi stofnað lífi annarra í hættu.
Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47
Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17
Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03