Umfangsmiklar aðgerðir vegna gruns um kennitölusvik Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 18:47 Um sameiginlega aðgerð lögreglu, ríkisskattstjóra, Vinnumálastofnunar og Vinnueftirlitsins var að ræða. Vísir/Vilhelm Hópur erlendra manna var færður á lögreglustöð í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og eftirlitsstofnana vegna gruns um sviksamlegar skráningar á kennitölum í vikunni. Rannsóknin er einnig sögð beinast að vinnuveitendum mannanna og hafa þeir verið kallaðir til yfirheyrslna. Í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í kvöld kemur fram að alls hafi verið „höfð afskipti“ af um tuttugu manns í aðgerðum hennar, ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar fyrr í vikunni. Aðgerðirnar hafi verið þágu rannsóknar vegna grunsemda um skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá „með sviksömum hætti“. Tæpur helmingur mannanna var færður á lögreglustöð en þeir höfðu ekki atvinnuréttindi til að starfa á Íslandi. Útlendingastofnun er sögð hafa mál þeirra til frekari meðferðar. Mennirnir eiga yfir höfði sér hugsanlega brottvísun og endurkomubann til landsins. Þeir sem eftir voru gátu ekki gert grein fyrir sér og segist lögregla hafa þurft að ganga úr skugga um það með því að skoða persónuskilríki þeirra í framhaldinu. Það hafi tekið nokkurn tíma og kom þá í ljós að mennirnir uppfylltu tilskilin skilyrði til starfa á Íslandi. Fengu þeir að halda áfram störfum í framhaldinu. Vinnuveitendur mannanna verða kallaðir til yfirheyrslu „til að leita frekari skýringa á tilurð málsins“, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Vinnumarkaður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Hópur erlendra manna var færður á lögreglustöð í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og eftirlitsstofnana vegna gruns um sviksamlegar skráningar á kennitölum í vikunni. Rannsóknin er einnig sögð beinast að vinnuveitendum mannanna og hafa þeir verið kallaðir til yfirheyrslna. Í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í kvöld kemur fram að alls hafi verið „höfð afskipti“ af um tuttugu manns í aðgerðum hennar, ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar fyrr í vikunni. Aðgerðirnar hafi verið þágu rannsóknar vegna grunsemda um skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá „með sviksömum hætti“. Tæpur helmingur mannanna var færður á lögreglustöð en þeir höfðu ekki atvinnuréttindi til að starfa á Íslandi. Útlendingastofnun er sögð hafa mál þeirra til frekari meðferðar. Mennirnir eiga yfir höfði sér hugsanlega brottvísun og endurkomubann til landsins. Þeir sem eftir voru gátu ekki gert grein fyrir sér og segist lögregla hafa þurft að ganga úr skugga um það með því að skoða persónuskilríki þeirra í framhaldinu. Það hafi tekið nokkurn tíma og kom þá í ljós að mennirnir uppfylltu tilskilin skilyrði til starfa á Íslandi. Fengu þeir að halda áfram störfum í framhaldinu. Vinnuveitendur mannanna verða kallaðir til yfirheyrslu „til að leita frekari skýringa á tilurð málsins“, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar.
Vinnumarkaður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira