Innlent

Tvö út­köll vegna manna sem ógnuðu veg­far­endum með hnífum í borginni

Atli Ísleifsson skrifar
Annað atvikið var í miðborg Reykjavíkur og hitt í hverfi 110.
Annað atvikið var í miðborg Reykjavíkur og hitt í hverfi 110. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborginni hefur í tvígang verið kölluð út í kvöld vegna manna sem hafa ógnað vegfarendum með hnífum.

Í dagbók lögreglu segir að skömmu fyrir klukkan 19 hafi verið tilkynnt um mann með hníf í miðbæ Reykjavíkur en hann mun hafa ógnað vegfarendum með það í huga að hafa af þeim pening. Er málið í rannsókn.

Skömmu eftir klukkan 21:30 var svo tilkynnt um tvo menn í hverfi 110, þar sem annar var með hníf og ógnaði vegfaranda. Var maðurinn handtekinn og færður í fangaklefa.

Í dagbók lögreglu segir einnig að um 20:30 hafi verið tilkynnt um mann með læti í afgreiðslu slysadeildar Landspítalans og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð.

Um 20:45 var tilkynnt um dreng sem hafi slasast í Sundhöll Reykjavíkur og var hann með áverka á fæti.

Loks segir frá því að upp úr klukkan 21 hafi verið tilkynnt um krakka að kasta rakettum í Engidalsskóla í Hafnarfirði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.