Fótbolti

Viðar orðinn leikmaður Yeni Malatyaspor

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar hefur komið víða við á atvinnumannaferlinum.
Viðar hefur komið víða við á atvinnumannaferlinum. vísir/getty

Viðar Örn Kjartansson er genginn í raðir Yeni Malatyaspor á láni frá Rostov. Fótbolti.net greinir frá.

Viðar stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor fyrir helgi og nú er búið að ganga frá lánssamningnum sem gildir út tímabilið. Eftir það getur félagið keypt Viðar.


Selfyssingurinn var áður í láni hjá Rubin Kazan en lánssamningnum var rift.

Yeni Malatyaspor er í 9. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar.

Viðar hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2014. Hann hefur orðið markakóngur í efstu deild á Íslandi, í Noregi og Ísrael.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.