Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 11:53 Grindavík Vísir/Egill Það væri alvarlegast ef jarðhræringarnar á Reykjanesi myndu leiða til þess hitaveitan bregðist segir bæjarstjóri Grindavíkur. Það myndi hafa áhrif á allt svæðið, ekki bara Grindavík. Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. Landrisið á Reykjanesi var til umfjöllunar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Hugsanleg áhrif þeirra á innviði var meginviðfangsefni fundarins en fyrir nefndina komu meðal annars fulltrúar HS orku, Landsvirkjunar og Póst- og fjarskiptastofnunar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, kveðst hafa verulegar áhyggjur af því, ef til þess kemur að jarðhræringarnar hafi áhrif á innviði á borð við rafmagns-, vatns- og hitaveitu.Sjá einnig: Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík „Það sem er alvarlegast er það ef að hitaveitan myndi bregðast. Það er gríðarlegt afl, orkuafl, sem er í heitavatninu og það verður ekki bætt með einhverjum varaaflsstöðvum þannig að það er eiginlega helsta áhyggjuefnið að það myndi eitthvað fara forgörðum í kerfinu sem að ekki gæti fætt, ekki bara Grindavík heldur Suðurnesin,“ segir Fannar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Mynd/Grindavíkurbær Annars sé staðan lítið breytt frá því í gær, allt sé vel vaktað og mælum hafi verið bætt við. Allir leggist á eitt við að vera við öllu búnir ef á reynir. „Það getur vel verið að það muni reyna á til dæmis heilbrigðisstofnanir, Vegagerðina, löggæsluna. Allir þessir aðilar hafa boðist til að bæta í þjónustuna fyrir Grindavík og það getur vel verið að þeir þurfi auka fjárveitingu til þess og ég lét það koma fram á fundinum áðan að það þurfi að huga að þessu,“ segir Fannar. Enn sem komið er hafi þetta ekki reynst dýrt fyrir Grindavíkurbæ. „Þannig að við getum alveg haldið úti okkar þjónustu sem að til þarf. En ef að eitthvað alvarlegra gerist þá hafa menn alveg verið boðnir og búnir til þess, bæði forsætisráðherra og aðrir ráðherrar, þingmenn. Þannig að ég held að við munum eiga góða að ef til þess kæmi,“ segir Fannar. Ekki líkur á að fjarskiptakerfið fari á hliðina Hann segist að fundinum loknum vera öllu rólgeri hvað varðar fjarskiptakerfin en nokkur fjarskiptamöstur eru staðsett uppi á og í grennd við fjallið Þorbjörn. „Menn töldu að það þyrfti mikið til að koma að þetta myndi bregða. Það eru líka ýmsar aðrar sendistöðvar sem eru virkar á svæðinu þannig að það eru ekki líkur á að þetta fari á hliðina segja menn,“ segir Fannar. „Það var líka verið að tala um að það þyrfti að komast upp á Þorbjörn í hvaða veðri sem er og við vorum svona að huga að því. Það eru til auðvitað öflugir bílar sem komast upp þó það sé þarna ófærð og snjór en þetta er mjög mikilvægur staður vegna allra fjarskipta og við þurfum að huga að því, bæði við sem búum þarna og þeir aðilar sem reka starfsemi á fjallinu.“ Þarna má sjá glitta í nokkur fjarskiptamöstur á toppi Þorbjarnar.Vísir Alþingi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Það væri alvarlegast ef jarðhræringarnar á Reykjanesi myndu leiða til þess hitaveitan bregðist segir bæjarstjóri Grindavíkur. Það myndi hafa áhrif á allt svæðið, ekki bara Grindavík. Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. Landrisið á Reykjanesi var til umfjöllunar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Hugsanleg áhrif þeirra á innviði var meginviðfangsefni fundarins en fyrir nefndina komu meðal annars fulltrúar HS orku, Landsvirkjunar og Póst- og fjarskiptastofnunar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, kveðst hafa verulegar áhyggjur af því, ef til þess kemur að jarðhræringarnar hafi áhrif á innviði á borð við rafmagns-, vatns- og hitaveitu.Sjá einnig: Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík „Það sem er alvarlegast er það ef að hitaveitan myndi bregðast. Það er gríðarlegt afl, orkuafl, sem er í heitavatninu og það verður ekki bætt með einhverjum varaaflsstöðvum þannig að það er eiginlega helsta áhyggjuefnið að það myndi eitthvað fara forgörðum í kerfinu sem að ekki gæti fætt, ekki bara Grindavík heldur Suðurnesin,“ segir Fannar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Mynd/Grindavíkurbær Annars sé staðan lítið breytt frá því í gær, allt sé vel vaktað og mælum hafi verið bætt við. Allir leggist á eitt við að vera við öllu búnir ef á reynir. „Það getur vel verið að það muni reyna á til dæmis heilbrigðisstofnanir, Vegagerðina, löggæsluna. Allir þessir aðilar hafa boðist til að bæta í þjónustuna fyrir Grindavík og það getur vel verið að þeir þurfi auka fjárveitingu til þess og ég lét það koma fram á fundinum áðan að það þurfi að huga að þessu,“ segir Fannar. Enn sem komið er hafi þetta ekki reynst dýrt fyrir Grindavíkurbæ. „Þannig að við getum alveg haldið úti okkar þjónustu sem að til þarf. En ef að eitthvað alvarlegra gerist þá hafa menn alveg verið boðnir og búnir til þess, bæði forsætisráðherra og aðrir ráðherrar, þingmenn. Þannig að ég held að við munum eiga góða að ef til þess kæmi,“ segir Fannar. Ekki líkur á að fjarskiptakerfið fari á hliðina Hann segist að fundinum loknum vera öllu rólgeri hvað varðar fjarskiptakerfin en nokkur fjarskiptamöstur eru staðsett uppi á og í grennd við fjallið Þorbjörn. „Menn töldu að það þyrfti mikið til að koma að þetta myndi bregða. Það eru líka ýmsar aðrar sendistöðvar sem eru virkar á svæðinu þannig að það eru ekki líkur á að þetta fari á hliðina segja menn,“ segir Fannar. „Það var líka verið að tala um að það þyrfti að komast upp á Þorbjörn í hvaða veðri sem er og við vorum svona að huga að því. Það eru til auðvitað öflugir bílar sem komast upp þó það sé þarna ófærð og snjór en þetta er mjög mikilvægur staður vegna allra fjarskipta og við þurfum að huga að því, bæði við sem búum þarna og þeir aðilar sem reka starfsemi á fjallinu.“ Þarna má sjá glitta í nokkur fjarskiptamöstur á toppi Þorbjarnar.Vísir
Alþingi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent