Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 08:38 Rólegt hefur verið í kringum Þorbjörn í nótt. Vísir/birgir Jarðskjálfti að stærð 2,4 varð um fjóra kílómetra norðvestur af Grindavík rétt eftir klukkan sjö í morgun. GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. Sigþrúður Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búið sé að vinna úr skjálftanum sem varð í morgun. Um er að ræða stærsta skjálftann á svæðinu við fjallið Þorbjörn síðan um kvöldmatarleytið í gær, þegar skjálfti að stærð 3,1 varð 5,6 kílómetra norðnorðaustan af Grindavík. Sigþrúður segir að upptök skjálftans hafi verið vestan við Þorbjörn. Stærsti jarðskjálftinn undanfarna daga á svæðinu mældist 3,7. Skjáskot/veðurstofa íslands Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við Þorbjörn en fjallið skammt frá Grindavík og Svartsengisvirkjun HS Orku. Landrisið hefur verið óvenjuhratt síðustu sex daga, eða 3-4 millimetrar á dag, og telja vísindamenn líklegast að kvikusöfnun sé nú undir svæðinu við Þorbjörn. Það gæti verið undanfari eldgoss. Rólegt hefur verið í kringum Þorbjörn í nótt. Sigþrúður segir að nýjustu GPS-mælingar sem komið hafa á hennar borð í dag sýni áframhaldandi ris. „Það er engin merkjanleg breyting á því.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Íbúafundur í Grindavík vegna jarðhræringa Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík klukkan 16 í dag vegna óvissuástands sem lýst hefur verið yfir vegna jarðhræringa við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. 27. janúar 2020 15:15 Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15 Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 2,4 varð um fjóra kílómetra norðvestur af Grindavík rétt eftir klukkan sjö í morgun. GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. Sigþrúður Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búið sé að vinna úr skjálftanum sem varð í morgun. Um er að ræða stærsta skjálftann á svæðinu við fjallið Þorbjörn síðan um kvöldmatarleytið í gær, þegar skjálfti að stærð 3,1 varð 5,6 kílómetra norðnorðaustan af Grindavík. Sigþrúður segir að upptök skjálftans hafi verið vestan við Þorbjörn. Stærsti jarðskjálftinn undanfarna daga á svæðinu mældist 3,7. Skjáskot/veðurstofa íslands Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við Þorbjörn en fjallið skammt frá Grindavík og Svartsengisvirkjun HS Orku. Landrisið hefur verið óvenjuhratt síðustu sex daga, eða 3-4 millimetrar á dag, og telja vísindamenn líklegast að kvikusöfnun sé nú undir svæðinu við Þorbjörn. Það gæti verið undanfari eldgoss. Rólegt hefur verið í kringum Þorbjörn í nótt. Sigþrúður segir að nýjustu GPS-mælingar sem komið hafa á hennar borð í dag sýni áframhaldandi ris. „Það er engin merkjanleg breyting á því.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Íbúafundur í Grindavík vegna jarðhræringa Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík klukkan 16 í dag vegna óvissuástands sem lýst hefur verið yfir vegna jarðhræringa við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. 27. janúar 2020 15:15 Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15 Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Íbúafundur í Grindavík vegna jarðhræringa Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík klukkan 16 í dag vegna óvissuástands sem lýst hefur verið yfir vegna jarðhræringa við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. 27. janúar 2020 15:15
Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15
Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45