Innlent

„Það liggur við að það væri fljótlegra að telja upp þá sem ekki væru í burtu“

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm

Á mánudaginn tóku alls ellefu varamenn sæti á Alþingi. Þykir það þónokkur fjöldi sem tekur sæti í einni og sömu vikunni en þetta er meðal annars til komið vegna þess að fjöldi þingmanna er staddur erlendis í opinberum erindagjörðum en margir þingmanna sækja ýmist þingfund Evrópuráðsþingsins, þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins eða fundi á vettvangi Norðurlandaráðs.

Við upphaf þingfundar í gær sló Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, á létta strengi þegar hann las upp alla þá þingmenn sem voru fjarverandi og eftir atvikum hvaða varaþingmenn tækju sæti á þingi í fjarveru þeirra. „Það liggur við að það væri fljótlegra að telja upp þá sem ekki væru í burtu,“ sagði Steingrímur og uppskar létt hlátrasköll í þingsalnum.

Allir þessara ellefu varaþingmanna hafa tekið sæti á Alþingi áður fyrir utan einn en það er Eydís Blöndal, varaþingmaður Vinstri grænna, sem undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni við upphaf þingfundar í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.