Fótbolti

Ruglað mark í rigningunni | Myndband

Arnar Björnsson skrifar
Það rigndi hressilega í Tókýó.
Það rigndi hressilega í Tókýó. vísir/getty

Skilyrðin til að spila fótbolta voru ekkert sérstök á Ajinomoto fótboltavellinum í Tókýó þegar heimamenn í FC Tokyo mættu Ceres Negros frá Filippseyjum í umspili um að komast í asísku Meistaradeildina.

Ausandi rigning og slagveður gerði leikinn mjög áhugaverðan. Varnarmaðurinn Sei Muroya skoraði fyrsta markið fyrir japanska liðið. Varnarmaður Ceres Negros hitti ekki boltann þegar hann ætlaði að hreinsa frá markinu og markvörðurinn sýndi engin snilldartilþrif þegar hann reyndi að verja.

Rigningin hélt áfram og leikmenn óðu vatnselginn á vellinum. Ceres Negros freistaði þess að jafna metin en Brasilíumaðurinn, Adailton Da Silva brunaði fram og skoraði fallegt mark á meðan aðrir leikmenn nánast drukknuðu í drullupollunum.

Tókýó liðið vann 2-0 og vann sér sæti í asísku meistaradeildinni sem byrjar í næsta mánuði. Þar spila 32 lið í átta riðlum, líkt og í Meistaradeild Evrópu.

Markið má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Ótrúlegt mark í rigningunni

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×