Fótbolti

„Þetta er til skammar fyrir Barcelona“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lionel Messi niðurlútur eftir tapið fyrir Bayern München.
Lionel Messi niðurlútur eftir tapið fyrir Bayern München. getty/Manu Fernandez

Freyr Alexandersson sagði að frammistaða Barcelona gegn Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær hafi ekki verið félaginu sæmandi.

Bæjarar tóku Börsunga í kennslustund og unnu 2-8 sigur. Þetta er í fyrsta sinn 74 ár sem Barcelona fær á sig átta mörk í leik.

„Ég upplifði það þannig að við horfðum á vel þjálfað lið á móti liði sem er illa þjálfað, bæði taktíkst og líkamlega. Munurinn er alltof mikill og þetta er til skammar fyrir Barcelona,“ sagði Freyr í Meistaradeildarmörkunum í gær.

„Það er í raun ótrúlega sorglegt að horfa upp á þetta þótt mér finnist stórkostlegt að sjá Bayern München spila svona góðan fótbolta. En þetta er Barcelona.“

Hjörvar Hafliðason sagði að Frey hefði þótt erfitt að horfa á leikinn, þegar Bæjarar völtuðu yfir varnarlausa Börsunga.

„Hann horfði undan eins og þetta væri alvöru slátrun. Hann gat ekki horft á þetta því þetta var svo svo ljótt í lokin,“ sagði Hjörvar.

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Meistaradeildarmörkin - Frammistaða Barcelona

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.