Trans Ísland fær styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2020 12:05 Frá athöfninni við Höfða í gær. Reykjavíkurborg Trans Ísland fékk afhentan styrk upp á 500 þúsund króna úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Þetta er í 33. sinn sem veittur er styrkur úr sjóðnum. Svo segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Trans Ísland fær styrkinn í ár fyrir baráttu sína, stuðning og málsvörn fyrir transfólk á Íslandi. Félagið var stofnað árið 2007 og hefur síðan verið helsti málsvari transfólks á Íslandi. Trans Ísland er ungt og framsækið félag sem hefur haldið uppi öflugri kynningar- og fræðslustarfsemi hér á landi auk þess að vekja athygli á alþjóðavettvangi fyrir árangur sinn. „Lagaleg staða transfólks á Íslandi hefur bæst til muna með nýjum lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru á Alþingi á síðasta ári og lagði Trans Ísland sitt á vogarskálarnar við að gera lögin að veruleika. Lögin eru nauðsynlegt skref fram á við í mannréttindabaráttu hinsegin fólks, en enn eru óunnin verkefni hér á landi svo að allir megi njóta sömu réttinda,“ segir í tilkynningunni. „Transfólk er þolendur fordóma, ofsókna og ofbeldis á hverjum degi víða um heim m.a.s. hér á landi. Trans Ísland gegnir gífurlega mikilvægu hlutverki við að vinna gegn slíkum fordómum í samfélaginu.“ Minningarsjóður Gunnars Thoroddsen var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Tilgangur sjóðsins er að veita styrk til einstaklinga eða hópa, stofnana eða félaga, á sviði mannúðarmála, heilbrigðismála eða menningarmála. Gunnar Thoroddsen var borgarstjóri í Reykjavík í tólf ár, frá árinu 1947 til ársins 1959. Eftir það var Gunnar þingmaður, fjármálaráðherra, sendiherra, hæstaréttardómari, prófessor við Háskóla Íslands, iðnaðar- og félagsmálaráðherra og loks forsætisráðherra til ársins 1983 auk þess sem hann gengdi fjölda nefndar og trúnaðarstarfa. Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Trans Ísland fékk afhentan styrk upp á 500 þúsund króna úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Þetta er í 33. sinn sem veittur er styrkur úr sjóðnum. Svo segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Trans Ísland fær styrkinn í ár fyrir baráttu sína, stuðning og málsvörn fyrir transfólk á Íslandi. Félagið var stofnað árið 2007 og hefur síðan verið helsti málsvari transfólks á Íslandi. Trans Ísland er ungt og framsækið félag sem hefur haldið uppi öflugri kynningar- og fræðslustarfsemi hér á landi auk þess að vekja athygli á alþjóðavettvangi fyrir árangur sinn. „Lagaleg staða transfólks á Íslandi hefur bæst til muna með nýjum lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru á Alþingi á síðasta ári og lagði Trans Ísland sitt á vogarskálarnar við að gera lögin að veruleika. Lögin eru nauðsynlegt skref fram á við í mannréttindabaráttu hinsegin fólks, en enn eru óunnin verkefni hér á landi svo að allir megi njóta sömu réttinda,“ segir í tilkynningunni. „Transfólk er þolendur fordóma, ofsókna og ofbeldis á hverjum degi víða um heim m.a.s. hér á landi. Trans Ísland gegnir gífurlega mikilvægu hlutverki við að vinna gegn slíkum fordómum í samfélaginu.“ Minningarsjóður Gunnars Thoroddsen var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Tilgangur sjóðsins er að veita styrk til einstaklinga eða hópa, stofnana eða félaga, á sviði mannúðarmála, heilbrigðismála eða menningarmála. Gunnar Thoroddsen var borgarstjóri í Reykjavík í tólf ár, frá árinu 1947 til ársins 1959. Eftir það var Gunnar þingmaður, fjármálaráðherra, sendiherra, hæstaréttardómari, prófessor við Háskóla Íslands, iðnaðar- og félagsmálaráðherra og loks forsætisráðherra til ársins 1983 auk þess sem hann gengdi fjölda nefndar og trúnaðarstarfa.
Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira