Innlent

Tveir á gjör­gæslu eftir al­var­legt um­ferðar­slys á Vestur­lands­vegi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi slyssins í Kollafirði í dag.
Frá vettvangi slyssins í Kollafirði í dag. Kristján Karl

Vinnu viðbragðsaðila á vettvangi alvarlegs umferðarslyss sem varð á Vesturlandsvegi á tólfta tímanum í dag er lokið. Vegurinn hefur því verið opnaður en lögreglan varar því við því að búist er við sterkum vindhviðum á Kjalarnesi fram undir kvöld.

Valgarður Valgarðsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að tveir ökumenn hafi verið fluttir á gjörgæsludeild Landspítalans.

Annar þeirra sé með alvarlega höfuðáverka og trúlega höfuðkúpubrotinn. Hinn hafi sloppið eitthvað betur en sé samt sem áður alvarlega slasaður. Báðir eru þeir karlmenn.

Slysið varð þegar tómur gámur á gámaflutningabíl sem var á norðurleið losnaði af bílnum með þeim afleiðingum að hann fauk á vöruflutningabíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Þá lenti minni bíll líka í slysinu og eru það ökumenn þessara tveggja bíla sem liggja á gjörgæslu.

Aðspurður um aðstæður á vettvangi segir Valgarður að þar hafi verið bálhvasst. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Klippa: Umferðarslys á Vesturlandsvegi við Kollafjörð

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×