Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 13:59 María er á fjórða ári í hjúkrunarfræði og var í annarri rútu sem var í samfloti með þeirri sem valt í gær. Skjáskot/Facebook María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu margir hverjir að vinna á bráðamóttökunni. Hún segir læknanemanna sem lentu í slysinu hafa sýnt mikla hetjudáð þegar þeir fóru strax að vinna í því að koma sér og öðrum úr rútunni og meta áverka þeirra sem slösuðust. „Það vill svo til að við erum mörg að vinna á bráðamóttökunni sem erum í þessari ferð. Við stukkum strax út og um leið og við sjáum að rútan er á hvolfi tökum við harðasprett til þeirra. Þetta leit ekki vel út,“ segir María í samtali við Vísi. Rútan sem María var í hafði verið á leið í sömu ferð til Akureyrar en keyrt á undan hinni. Þau höfðu sjálf lent í hálkublett á sama vegarkafla en sáu svo þegar aftari rútan endaði á hvolfi utan vegar. María, sem er sjálf á fjórða ári í hjúkrunarfræði, segir reynsluna frá bráðamóttökunni hafa reynst vel í þessum aðstæðum.Sjá einnig: Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ „Það sem maður hefur frá bráðamóttökunni er að maður hefur ákveðna þjálfun í að bregðast við svona aðstæðum án þess að „panikka“ og maður veit hvað er mikilvægt að gera fyrst. Maður þarf að passa að tryggja vettvang og að maður sé ekki að skapa fleiri vandamál, að maður sé ekki að setja sjálfan sig í hættu og búa til fleiri vandamál.“ María segir fólk hafa verið í talsverðu áfalli eftir slysið og verið lengi að átta sig á því hvað hafði gerst. Þegar um bílveltu sé að ræða er reiknar fólk yfirleitt með því að talsvert sé um slys á fólki. Hún segir það hafa skipt sköpum að allir í rútunum notuðu bílbelti. Miðað við aðkomuna að slysinu er ljóst að mun verr hefði farið ef farþegar hefðu ekki notað bílbeltin og slys á fólki hefðu getað verið þeim mun alvarlegri. Eftir reynslu sína á bráðamóttökunni segir hún að bráðamóttakan hefði ekki getað tekið við fólki ef fleiri hefðu slasast alvarlega. „Mér finnst mikilvægt að taka það fram vegna umræðu um ástandið á spítalanum. Bráðamóttakan hefði engan veginn getað tekið á móti fólki ef verr hefði farið. Það hefði verið mjög slæmt.“ Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Sjá meira
María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu margir hverjir að vinna á bráðamóttökunni. Hún segir læknanemanna sem lentu í slysinu hafa sýnt mikla hetjudáð þegar þeir fóru strax að vinna í því að koma sér og öðrum úr rútunni og meta áverka þeirra sem slösuðust. „Það vill svo til að við erum mörg að vinna á bráðamóttökunni sem erum í þessari ferð. Við stukkum strax út og um leið og við sjáum að rútan er á hvolfi tökum við harðasprett til þeirra. Þetta leit ekki vel út,“ segir María í samtali við Vísi. Rútan sem María var í hafði verið á leið í sömu ferð til Akureyrar en keyrt á undan hinni. Þau höfðu sjálf lent í hálkublett á sama vegarkafla en sáu svo þegar aftari rútan endaði á hvolfi utan vegar. María, sem er sjálf á fjórða ári í hjúkrunarfræði, segir reynsluna frá bráðamóttökunni hafa reynst vel í þessum aðstæðum.Sjá einnig: Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ „Það sem maður hefur frá bráðamóttökunni er að maður hefur ákveðna þjálfun í að bregðast við svona aðstæðum án þess að „panikka“ og maður veit hvað er mikilvægt að gera fyrst. Maður þarf að passa að tryggja vettvang og að maður sé ekki að skapa fleiri vandamál, að maður sé ekki að setja sjálfan sig í hættu og búa til fleiri vandamál.“ María segir fólk hafa verið í talsverðu áfalli eftir slysið og verið lengi að átta sig á því hvað hafði gerst. Þegar um bílveltu sé að ræða er reiknar fólk yfirleitt með því að talsvert sé um slys á fólki. Hún segir það hafa skipt sköpum að allir í rútunum notuðu bílbelti. Miðað við aðkomuna að slysinu er ljóst að mun verr hefði farið ef farþegar hefðu ekki notað bílbeltin og slys á fólki hefðu getað verið þeim mun alvarlegri. Eftir reynslu sína á bráðamóttökunni segir hún að bráðamóttakan hefði ekki getað tekið við fólki ef fleiri hefðu slasast alvarlega. „Mér finnst mikilvægt að taka það fram vegna umræðu um ástandið á spítalanum. Bráðamóttakan hefði engan veginn getað tekið á móti fólki ef verr hefði farið. Það hefði verið mjög slæmt.“
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Sjá meira
Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44