Enski boltinn

Mourinho: Eyddum hálftíma í að verjast innköstum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mourinho var líflegur á hliðarlínunni í gær.
Mourinho var líflegur á hliðarlínunni í gær. vísir/getty

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var að vonum svekktur eftir 0-1 tap gegn meistaraefnum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Hann var ósáttur með að Liverpool hafi fengið innkastið sem eina mark leiksins kom upp úr og sagði jafnframt að hann hafi undirbúið lið sitt vel fyrir að verjast innköstum.

„Í gær (á föstudag) vörðum við hálftíma í að æfa það að verjast innköstum og við töpuðum leiknum á innkasti. Mér fannst dómararnir vinna gott starf en í þessu atviki sá aðstoðardómarinn ekki að boltinn fór af Mane útaf,“ sagði Mourinho.

Tottenham spilaði mjög varfærnislega í fyrri hálfleik en Mourinho vildi meina að lið sitt hefði átt skilið að jafna leikinn í síðari hálfleik.

„Þú þarft að reyna að búa til læti til að keppa við jafn gott lið og Liverpool og mér fannst við verðskulda meira. Við settum þá undir pressu í seinni hálfleik og vorum aggresívir.“

„Ég sagði ykkur að þeir myndu vinna deildina þegar þeir unnu Man City fyrir þremur eða fjórum mánuðum en í dag voru þeir heppnir. Þeir hefðu getað fengið á sig mark og Robertson átti að fá rautt spjald,“ sagði Mourinho einnig.


Tengdar fréttir

Tuttugasti sigur Liver­pool kom gegn Mourin­ho

Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið er með sextán stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 1-0 sigur á Tottenham í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×