Fótbolti

Suarez frá í fjóra mánuði eftir aðgerð á hné

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Suarez meiddist í leik gegn Atletico á dögunum.
Suarez meiddist í leik gegn Atletico á dögunum. vísir/getty

Úrugvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez hefur gengist undir aðgerð á hné og verður frá knattspyrnuiðkun næstu fjóra mánuðina en félag hans, Barcelona, staðfestir þetta í yfirlýsingu á heimasíðu sinni.

Suarez lagðist undir hnífinn hjá Dr. Ramon Cugat vegna meiðsla í hægra hné sem hann hlaut í leik gegn Atletico Madrid á dögunum.

Ætla má að tímabilinu sé lokið hjá Suarez en síðasti leikur spænsku úrvalsdeildarinnar er 24.maí. Fari Barcelona alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fer sá leikur fram 30.maí.

Suarez hefur skorað 14 mörk í 23 leikjum á tímabilinu til þessa auk þess að leggja upp 7 mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.