Watford kom sér af fallsvæðinu með þriggja marka sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Doucouré kemur Watford í forystu.
Doucouré kemur Watford í forystu. vísir/getty

Watford hélt uppteknum hætti undir stjórn Nigel Pearson þegar liðið heimsótti Bournemouth í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.Franski miðjumaðurinn Abdoulaye Doucouré var frábær á miðju gestanna í dag og vel við hæfi að hann kæmi liðinu í forystu eftir undirbúninga Ismaila Sarr á 42.mínútu.Troy Deeney tvöfaldaði forystu Watford eftir rúmlega klukkutíma leik þegar hann fylgdi á eftir skoti Doucouré. Varamaðurinn Roberto Pereyra fullkomnaði svo sigurinn með marki í uppbótartíma. Lokatölur 0-3.Það hefur verið allt annað að sjá til Watford liðsins síðan Pearson tók við stjórnartaumunum í desember og er liðið nú taplaust í fimm deildarleikjum í röð. Bournemouth hins vegar í alls konar vandræðum í næstneðsta sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.