Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 13. janúar 2020 00:48 Mikil örtröð er í flugstöðinni. Vísir/Gulli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. Enn sem komið er, er fólkið þó enn strandaglópar í flugstöðinni. Langar biðraðir hafa myndast við þjónustuborðin og þá fáu veitingastaði sem eru opnir. Vel er farið að sjá á hillum verslana sem eru opnar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að um 1.800 manns hafi verið komnir út á völl þegar óveðrið skall á. Nú þegar allir farþegar, sem voru á leið til landsins væru komnir inn, megi áætla að um fjögur þúsund manns séu í flugstöðinni. Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð og vinnur Vegagerðin að því að ryðja brautina. Guðjón segir að rútur muni koma að flugstöðinni í alla nótt og ferja fólk til Reykjavíkur. Hann segir að andrúmsloftið á Keflavíkurflugvelli hafi verið gott í kvöld. Starfsfólk vallarins og flugfélaganna hafi dreift vatni, snakki og teppum til fólks. Starfsmenn Isavia hafa dreift vatnsflöskum og teppum til strandaglópanna sem hafa komið sér fyrir víða um flugstöðina. Starfsmaður fréttastofunnar sem er í flugstöðinni segir stemninguna þar vera af öllum toga. Sumir reyni að leggja sig á meðan aðrir hafi nælt sér í vínflöskur og reyni að hafa gaman. Aðspurður segir Guðjón óljóst með seinkanir í fyrramálið. Hann segir að það sé flugfélaganna að ákveða með tilkynningar um seinkanir á brottförum eða seinkun. Guðjón bætir því við að tvær vélar eru á áætlun til Keflavíkurflugvallar í nótt. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í kvöld vegna óveðursins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að um 400 manns muni verða í fjöldahjálparstöðinni í nótt. Fréttamenn Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sem staddir eru á Keflavíkurflugvelli, segja fólk afar ósátt við upplýsingaflæði flugfélaganna á meðan óveðrið gekk yfir. Vitað er að Icelandair ætli að senda hóp í fjöldahjálparstöðina í Reykjanesbæ en óvíst er með aðra. Mikið öngþveiti er á vellinum en unnið er að því að koma fólki frá með farangur sinn. Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að vakna snemma og athuga með færð Veðurspáin fyrir morgundaginn er með því móti að talið er að víst að einhverjar truflanir geti verið á samgöngum. 12. janúar 2020 21:42 Búið að opna Reykjanesbraut Vegagerðin varar þó við því að enn er hálka og skafrenningur á brautinni. 13. janúar 2020 00:46 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Alvarlegt slys á Reykjanesbraut Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjómruðningstæki og fólksbíll skullu saman. 13. janúar 2020 00:35 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. Enn sem komið er, er fólkið þó enn strandaglópar í flugstöðinni. Langar biðraðir hafa myndast við þjónustuborðin og þá fáu veitingastaði sem eru opnir. Vel er farið að sjá á hillum verslana sem eru opnar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að um 1.800 manns hafi verið komnir út á völl þegar óveðrið skall á. Nú þegar allir farþegar, sem voru á leið til landsins væru komnir inn, megi áætla að um fjögur þúsund manns séu í flugstöðinni. Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð og vinnur Vegagerðin að því að ryðja brautina. Guðjón segir að rútur muni koma að flugstöðinni í alla nótt og ferja fólk til Reykjavíkur. Hann segir að andrúmsloftið á Keflavíkurflugvelli hafi verið gott í kvöld. Starfsfólk vallarins og flugfélaganna hafi dreift vatni, snakki og teppum til fólks. Starfsmenn Isavia hafa dreift vatnsflöskum og teppum til strandaglópanna sem hafa komið sér fyrir víða um flugstöðina. Starfsmaður fréttastofunnar sem er í flugstöðinni segir stemninguna þar vera af öllum toga. Sumir reyni að leggja sig á meðan aðrir hafi nælt sér í vínflöskur og reyni að hafa gaman. Aðspurður segir Guðjón óljóst með seinkanir í fyrramálið. Hann segir að það sé flugfélaganna að ákveða með tilkynningar um seinkanir á brottförum eða seinkun. Guðjón bætir því við að tvær vélar eru á áætlun til Keflavíkurflugvallar í nótt. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í kvöld vegna óveðursins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að um 400 manns muni verða í fjöldahjálparstöðinni í nótt. Fréttamenn Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sem staddir eru á Keflavíkurflugvelli, segja fólk afar ósátt við upplýsingaflæði flugfélaganna á meðan óveðrið gekk yfir. Vitað er að Icelandair ætli að senda hóp í fjöldahjálparstöðina í Reykjanesbæ en óvíst er með aðra. Mikið öngþveiti er á vellinum en unnið er að því að koma fólki frá með farangur sinn. Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín Vísir/Elín
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Lögreglan hvetur fólk til að vakna snemma og athuga með færð Veðurspáin fyrir morgundaginn er með því móti að talið er að víst að einhverjar truflanir geti verið á samgöngum. 12. janúar 2020 21:42 Búið að opna Reykjanesbraut Vegagerðin varar þó við því að enn er hálka og skafrenningur á brautinni. 13. janúar 2020 00:46 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Alvarlegt slys á Reykjanesbraut Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjómruðningstæki og fólksbíll skullu saman. 13. janúar 2020 00:35 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Lögreglan hvetur fólk til að vakna snemma og athuga með færð Veðurspáin fyrir morgundaginn er með því móti að talið er að víst að einhverjar truflanir geti verið á samgöngum. 12. janúar 2020 21:42
Búið að opna Reykjanesbraut Vegagerðin varar þó við því að enn er hálka og skafrenningur á brautinni. 13. janúar 2020 00:46
Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15
Alvarlegt slys á Reykjanesbraut Alvarlegt slys varð á Reykjanesbraut í kvöld, nærri Álverinu í Straumsvík, þar sem snjómruðningstæki og fólksbíll skullu saman. 13. janúar 2020 00:35
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent