Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 09:27 Appelsínugular viðvaranir eru í gildi alls staðar á landinu nema fyrir austan. Skjáskot/veðurstofan Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í dag og þangað til á morgun. Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. Djúp lægð nálgast landið í suðri og stormur gengur á land eftir hádegi. Appelsínugular stormviðvaranir taka gildi um eða eftir hádegi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu. Þá eru appelsínugular hríðarviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Í þessum landshlutum er búist við vindi allt að 28 m/s. Einna hvassast verður undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, austantil á Breiðafirði og almennt við fjöll en á áðurnefndum svæðum gætu hviður farið upp í 40 m/s. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að staðbundið ofsaveður verði suðaustanlands. Hviður í Öræfum og við Lómagnúp gætu orðið allt að 40-50 m/s en óveðrið stendur yfir frá um klukkan 14 og fram á nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar búist við skárra veðri en þar er aðeins gul viðvörun í gildi og gert ráð fyrir 15-23 m/s, með skafrenningi og lélegu skyggni í fyrstu. Vegir lokaðir og ekkert ferðaveður Þá eru gular hríðarviðvaranir í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum frá því í kvöld og þangað til á morgun. Alls staðar á landinu má jafnframt búast við lélegu skyggni og samgöngutruflunum, enda ekkert ferðaveður líkt og áður hefur komið fram. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með færð og veðri áður en lagt er í langferð, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Beðið hefur verið með mokstur vegna veðurs á norðanverðum Vestfjörðum. Vegurinn um Þröskulda er lokaður og ófært er um Klettsháls. Þá er þungfært frá Hofsósi í Ketilás og lokað þaðan í Siglufjörð. Einnig má gera ráð fyrir lokun í dag frá Fosshóteli við Núpá að Jökulsárlóni frá 14:30 eða 15 þangað til klukkan sjö eða átta í fyrramálið, að morgni þriðjudags. Nálgast má upplýsingar um færð á vegum í rauntíma á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í dag og þangað til á morgun. Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. Djúp lægð nálgast landið í suðri og stormur gengur á land eftir hádegi. Appelsínugular stormviðvaranir taka gildi um eða eftir hádegi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu. Þá eru appelsínugular hríðarviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Í þessum landshlutum er búist við vindi allt að 28 m/s. Einna hvassast verður undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, austantil á Breiðafirði og almennt við fjöll en á áðurnefndum svæðum gætu hviður farið upp í 40 m/s. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að staðbundið ofsaveður verði suðaustanlands. Hviður í Öræfum og við Lómagnúp gætu orðið allt að 40-50 m/s en óveðrið stendur yfir frá um klukkan 14 og fram á nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar búist við skárra veðri en þar er aðeins gul viðvörun í gildi og gert ráð fyrir 15-23 m/s, með skafrenningi og lélegu skyggni í fyrstu. Vegir lokaðir og ekkert ferðaveður Þá eru gular hríðarviðvaranir í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum frá því í kvöld og þangað til á morgun. Alls staðar á landinu má jafnframt búast við lélegu skyggni og samgöngutruflunum, enda ekkert ferðaveður líkt og áður hefur komið fram. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með færð og veðri áður en lagt er í langferð, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Beðið hefur verið með mokstur vegna veðurs á norðanverðum Vestfjörðum. Vegurinn um Þröskulda er lokaður og ófært er um Klettsháls. Þá er þungfært frá Hofsósi í Ketilás og lokað þaðan í Siglufjörð. Einnig má gera ráð fyrir lokun í dag frá Fosshóteli við Núpá að Jökulsárlóni frá 14:30 eða 15 þangað til klukkan sjö eða átta í fyrramálið, að morgni þriðjudags. Nálgast má upplýsingar um færð á vegum í rauntíma á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira