Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 09:27 Appelsínugular viðvaranir eru í gildi alls staðar á landinu nema fyrir austan. Skjáskot/veðurstofan Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í dag og þangað til á morgun. Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. Djúp lægð nálgast landið í suðri og stormur gengur á land eftir hádegi. Appelsínugular stormviðvaranir taka gildi um eða eftir hádegi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu. Þá eru appelsínugular hríðarviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Í þessum landshlutum er búist við vindi allt að 28 m/s. Einna hvassast verður undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, austantil á Breiðafirði og almennt við fjöll en á áðurnefndum svæðum gætu hviður farið upp í 40 m/s. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að staðbundið ofsaveður verði suðaustanlands. Hviður í Öræfum og við Lómagnúp gætu orðið allt að 40-50 m/s en óveðrið stendur yfir frá um klukkan 14 og fram á nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar búist við skárra veðri en þar er aðeins gul viðvörun í gildi og gert ráð fyrir 15-23 m/s, með skafrenningi og lélegu skyggni í fyrstu. Vegir lokaðir og ekkert ferðaveður Þá eru gular hríðarviðvaranir í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum frá því í kvöld og þangað til á morgun. Alls staðar á landinu má jafnframt búast við lélegu skyggni og samgöngutruflunum, enda ekkert ferðaveður líkt og áður hefur komið fram. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með færð og veðri áður en lagt er í langferð, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Beðið hefur verið með mokstur vegna veðurs á norðanverðum Vestfjörðum. Vegurinn um Þröskulda er lokaður og ófært er um Klettsháls. Þá er þungfært frá Hofsósi í Ketilás og lokað þaðan í Siglufjörð. Einnig má gera ráð fyrir lokun í dag frá Fosshóteli við Núpá að Jökulsárlóni frá 14:30 eða 15 þangað til klukkan sjö eða átta í fyrramálið, að morgni þriðjudags. Nálgast má upplýsingar um færð á vegum í rauntíma á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í dag og þangað til á morgun. Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. Djúp lægð nálgast landið í suðri og stormur gengur á land eftir hádegi. Appelsínugular stormviðvaranir taka gildi um eða eftir hádegi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu. Þá eru appelsínugular hríðarviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Í þessum landshlutum er búist við vindi allt að 28 m/s. Einna hvassast verður undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, austantil á Breiðafirði og almennt við fjöll en á áðurnefndum svæðum gætu hviður farið upp í 40 m/s. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að staðbundið ofsaveður verði suðaustanlands. Hviður í Öræfum og við Lómagnúp gætu orðið allt að 40-50 m/s en óveðrið stendur yfir frá um klukkan 14 og fram á nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar búist við skárra veðri en þar er aðeins gul viðvörun í gildi og gert ráð fyrir 15-23 m/s, með skafrenningi og lélegu skyggni í fyrstu. Vegir lokaðir og ekkert ferðaveður Þá eru gular hríðarviðvaranir í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum frá því í kvöld og þangað til á morgun. Alls staðar á landinu má jafnframt búast við lélegu skyggni og samgöngutruflunum, enda ekkert ferðaveður líkt og áður hefur komið fram. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með færð og veðri áður en lagt er í langferð, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Beðið hefur verið með mokstur vegna veðurs á norðanverðum Vestfjörðum. Vegurinn um Þröskulda er lokaður og ófært er um Klettsháls. Þá er þungfært frá Hofsósi í Ketilás og lokað þaðan í Siglufjörð. Einnig má gera ráð fyrir lokun í dag frá Fosshóteli við Núpá að Jökulsárlóni frá 14:30 eða 15 þangað til klukkan sjö eða átta í fyrramálið, að morgni þriðjudags. Nálgast má upplýsingar um færð á vegum í rauntíma á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Sjá meira